Um mig

Hrefna Guðmundsdóttir / hrefnagudmunds@simnet.is og hamingjuvísir@gmail.com / s; 867-4115

Höfundur að bókunum:

,,Why are Icelanders so Happy? “(2018) ásamt Heiðrúnu Ólafsdóttur (Bókabeitan)

https://www.goodreads.com/book/show/36309370-why-are-icelanders-so-happy

,,From Reykjavik to Penang, Stories of Love and Happiness” (2025), ásamt Intan Hasím (Háskólaútgáfa University Saint Malaysia.

Hrefna Guðmundsdóttir. Vinnu og félagssálfræðingur frá LSE, London. Sérhæft mig í vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði. Fyrsti formaður félags um jákvæða sálfræði og einn af stofnendum 2006. Starfandi ráðgjafi fyrir frumkvöðla, hjá einstaklingum á krossgötum t.d. hjá Virk og hjá Vinnumálastofnun. Menntaður markþjálfi. Aðstoðarkennari á Bifröst í áföngunum Jákvæð leiðtogafærni og ,,Að stjórna af list”. Diploma í verkefnastjórnun og leiðtogafærni frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Með kennsluréttinda. Verið ráðgjafi hjá hinu opinbera í 20 ár, verið verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, Reykjavíkurborg – Ráðhús og svo á Frístundamiðstöð og hjá Félagsmálaráðuneytinu. Menntaskólakennari í 10 ár.

Gildi Hrefnu í starfi eru: Þjónusta – hvatning – árangur

Ég vinn út frá því að best sé að nálgast geðheilsu með því að efla jákvæðar tilfinningar og jákvæðar hugsanir. Það er hægt að vinna með bjartsýni, von og seiglu og nýta styrkleika sína enn skilvirkar. Jákvæðar tilfinningar geta verndað okkur gegn bakslögum og þær hjálpað okkur að takast á við erfið verkefni því þeim fylgir kraftur og betri heildarsýn, meiri lausnamiðuð hugsun og betri ákvörðunartaka. Jákvæðar tilfinningar og jákvæðar hugsanir hvetja okkur til að hugsa í lausnum og vera skapandi, við verðum víðsýnni (andstæða við rörsýni sem fylgir erfiðum tilfinningum). Með jákvæðum hugsunum og tilfinningum sjáum við möguleika enn með hinum sjáum við hindranir.

Hvað er vinnusálfræði?

Vinnusálfræði hefur áhuga á að skoða vinnustaðamenningu, hvernig hvetja meigi starfsmenn og teymi til að ná tilætluðum árangri og skapa vellíðan á vinnustað. Skoða samskipti, hvað hvetur fólk til dáða, setja niður fyrir sig verkefnin og leiðina að árangri. Hvert skal halda, setja niður fyrir sig litlu skrefin og halda upp á árangur. Hvernig styður vinnustaðamenningin við árangur og vellíðan. Hvert skal halda, erum við á réttri leið og hvernig skal breyta?

Hvað er jákvæð sálfræði?

Jákvæð sálfræði er hliðargrein innan sálfræði og snýr að því að skoða hvað er í lagi, hvað einkennir þá sem eru farsælir, leiðir til að vera upp á sitt besta, skoða hvað einkennir farsæl samfélög, hvað einkennir góð samskipti, leggur áherslu m.a. á gróskuviðhorf, jákvæðar tilfinningar, seiglu, styrkleika, þakklæti og ,,plússana” í lífinu. Hvað er seigla, hvernig getum við eflt seiglu og eflt von.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri. Þetta er aðferðarfræði sem er til þess fallin að hjálp einstaklingum og teymum að öðlast skýrari framtíðarsýn og til að nýta styrkleika sína til að raungera þá sýn. Markþjálfun er samræðuferli og vitundarsköpun.

Og hvað vinn ég þá við?

  • Vinnustaðagreining, samskiptavandi, styrkleikagreining. Vinna með samskipti og viðhorf og leita lausna
  • Kem á starfsdaga. Hamingjan, styrkleikar, vaxandi viðhorf, áætlun um að blómstra. Seigluþjálfun.
  • Markþjálfun
  • Fræðsla – Inngrip á vinnustaði með aðferðum jákvæðrar sálfræði og hvað segir vinnusálfræði um vellíðan í vinnu
  • Námskeiðshald f. Virk, Vinnumálastofnun og Endurhæfingastofnanir. – Seigluþjálfun. Jákvæð sálfræði. Markþjálfun. Seigla og styrkleikar fyrir atvinnulífið. Hvað hefur þú fram að færa og hvar er þinn rétti staður? Hvað þarftu til að njóta þín.
  • Vinna með teymi, efla, sjá betur styrkleika og gera skýrari framtíðarsýn, auka árangur og framleiðni
Hrefna 4.8.20

Annar af tveim rithöfundum bókarinnar ,,Why are Icelanders so Happy?” – sjá:

23471995_2001038506774649_2222935966862391411_n

https://www.penninn.is/is/book/why-are-icelanders-so-happy-0

Dæmi um nýleg innlegg

Spark Social, námskeið hjá Háskóla Íslands. V.R, BHM, Ljósið, Framvegis, Fjölmennt, Virk, Vinnumálastofnun, Velferðarvaktin, Listaháskólinn, Endurmenntun Háskólans á Akureyri, Menntavísindasvið HÍ, ÞÞ Þrif, University St. Malaysia, Náms- og starfsráðgjafar Evrópusambandsins, Atvinnumiðstöð fyrir ungt fólk, Bradford, UK. Eimskip, Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, Þjóðkirkjan, Fjármáladeild Reykjavíkurborgar, Landsvirkjun ofl. ofl.  Verið í samstarfi við Vesen og Vergang, gönguhóp og verið með ,,Hamingjugöngur” um miðbæinn og í Öskjuhlíðinni. Er í dag i samstarfi við Hoobla. Kennt Qi gong fyrir eldri borgara í Hlíðunum.

Gerði forum BA ritgerð um Íslendinga og hamingjuna. Hefur tekið þátt í leshópum og ráðstefnum um viðhorf, um hamingjuna, um seiglu, jákvæða sálfræði, um vinnusálfræði, framtíðarfræði og Atvinnulíf 21 aldar.

Hláturjógaleiðbeinandi – lærði af Önnu Valdimarsdóttur.

Qi Gong iðjandi og hef lokið 1/3 af kennsluréttindum í greininni.

Umsagnir: https://hamingjuvisir.com/ummaeli/

Leave a comment