Jákvæð sálfræði og persónulegar æfingar

Jákvæð sálfræði er vaxandi grein. Ástæður fyrir auknum áhuga á að einblína á heilbrigði frekar en vanheilsu eru margar, til dæmis lifum við lengur, við finnum að fólk hefur mismunandi áhrif á okkur og við viljum læra af þeim sem láta okkur líða vel. Við viljum taka betri ákvarðanir, við viljum bera ábyrgð á eigin velferð. Við finnum á eigin skinni að það er betra að líða vel, heldur en illa. Nú er meira að segja búin að finna það út að við jafnvel lengjum lífið með því að lifa farsælu lífi, við erum í betri samskiptum og fólk vill vera nálægt okkur, við verðum jafnvel heilbrigðari. Það á því ekki lengur við að halda því fram að það sé eigingirni að vilja vera hamingusamur. Það er betra fyrir alla, þig, samfélagið, ættingja og vini, að þú vinnir í því að vera sjálfri þér og öðrum til upplyftingar.

we are family

Meira um jákvæða sálfræði:

Sagan: Gjarnan er talað um jákvæðu sálfræði byltinguna. Í því felst að árið 2000 varð Dr. Martin Seligman formaður félags sálfræðinga í Ameríku og í samstarfi við Mihaly Csikszentmihalyi var sett sú stefna að félagið skyldi leggja á það áherslu að skoða heilbrigði, en ekki krankleika.  Með þessari stefnubreytingu hefur gengið betur að fá fé í rannsóknir á þessu sviði.

Svo er annað sem hefur greitt götur jákvæðu sálfræðinnar, en það er að nú var farið að skoða hvernig hinn venjulegi maður getur gert líf sitt merkingarfyllra og blómstrað og það vakti athygli.

Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem er heilbrigt í okkur og hvað við getum lært af þeim farsælu og aukið sjálfsþekkingu s.s. hvað er ég að fást við þegar ég er upp á mitt besta?. Jákvæð sálfræði leitast við að svara spurningum eins og: Hvað einkennir þá farsælu? Geta allir orðið hamingjusamir? Er hægt að ákveða að verða hamingjusamari? Hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað? Hvernig mælum við hamingju? Hvaða breytur eru í fylgni við hamingju o.s.frv. Í Evrópu þekkist að kalla fræðin Hamingjufræði, kannski ekki síst þegar verið er að mæla hamingju þjóða og bera niðurstöðurnar saman.

Félagssálfræðingar hafa mikinn áhuga á viðhorfum, hvernig þau myndast og breytast.  T.d. viðhorfin bjartsýni og jákvæðni. Hvernig aðstæður hafa áhrif, hvernig sjálfsmynd verður til og áhrif félagsmótunar. Þar með hvernig samfélag hefur áhrif í hamingjumælingum t.d. hvað einkennir samfélög þar sem hamingja mælist töluverð.

Vinnusálfræði hefur áhuga á að skoða vinnustaðamenningu, hvernig hvetja má starfsmenn til að ná tilætluðum árangri og skapa vellíðan á vinnustað. Skoða samskipti á vinnustað og hvetja starfsfólk til dáða.

Góðar æfingar úr jákvæðri sálfræði:

1. Hvað ertu hamingjusamur á bilinu 1-10 almennt séð, ef þú metur það núna?

a) Hvað er á þínu valdi til að hækka hamingjuna um 0,5 stig

2. Hvað er gott við þitt líf í dag? hvaða þættir eru í jafnvægi?  Hvaða þættir síður?

3. Stundum fara hlutirnir í lífinu ekki eins og maður hefði kosið.  Rifjaðu upp slík dæmi úr þínu lífi. Til hvaða ráða greipst þú? Getur verið að eitthvað gott hafi komið út úr því að illa fór.

4. Fyrir hvað er þú þakklát/þakklátur eftir gærdaginn? En í vikunni?

5. Hvar er tækifæri í þínu lífi til að taka meiri ábyrgð, vera virkari, bjóða þig fram til verka?

6. Gerðu góðverk – hvaða góðverk vilt þú gera næst? – gefa af þér

7. Hvern langar þig mest að hringja í þegar þér líður illa eða vilt deila gleðifrétt?

8. Lýstu fullkomnum degi, vertu eins nákvæmur og þú getur. Dagurinn á að vera sæmilega raunsær. Hvaða vikudagur er þetta? með hverjum ert þú? Hvar ertu?

9. Hvað er það sem gengur vel í þínu vináttu- eða ástarsambandi (maki / vinur / þinn nánasti)?

10. Hverjar eru þínar fyrirmyndir, hver í kringum þig er mjög hamingjusamur? Hvað getur þú lært af viðkomandi sérstaklega?

11. Styrkleikar – hverjir eru þínir styrkleikar? próf á netinu www.authentichappiness.com   Nota styrkleikanna markvisst.

12. Hvað gleður maka þinn eða þinn nánasta (búðu til love map)?

13. Einfaldaðu líf þitt

14. Endurspeglar heimilið þitt það sem þér finnst gaman að gera? Veldu liti, myndir o.s.frv. sem skiptir þig máli. Gerðu eitt horn að þínu, þar sem það endurspeglar þín áhugamál, eftirlætisiðju o.s.frv.

15. Skrifaðu dagbók! Gott að skrifa um það sem gerist og við upplifum. Gott að hafa í huga að skrifa ekki síst það sem við erum þakklát fyrir, hvað gengur vel og jafnvel afhverju. Eykur sjálfsþekkingu og þekkingu á hamingjuvökum okkar.

16 .Öflugt er að skrifa sig frá erfiðum atburðum, vera nákvæmur og endurskrifa aftur og aftur og fylgjast með hvernig tilfinningar og hugur geta orðið mildari. Verður auðveldara að lifa með erfiðum atvikum.

17. Skrifaðu niður jákvæða upplifun og vertu eins nákvæm og þú getur. Gott að eiga í minningarbók, lesa yfir á erfiðari stundum.

18. Komdu einhverjum sem þarf á því að halda, ánægjulega á óvart í vikunni.

19. Þinn persónulegi vöxtur:

a) Hverju hefur þú afrekað á s.l. 12 árum? Hvernig hafa þessi afrek stuðlað að persónulegum vexti þínum og aukið ánægju þína? Er eitthvað undirliggjandi þema?

b) Gerðu lista yfir hið gagnstæða, þ.e. þau afrek sem hafa verið erfið og ekki gefið þér neina ánægju

20. Tilgangur þinn:

a) Hvenær upplifðir þú síðast sterkar jákvæðar tilfinningar og gleði? Hvað varstu að fást við? Með hverjum varst þú? Hverjar voru aðstæðurnar og hvernig skipta þær máli?

b) Hvað ertu að fást við þegar þú verður það niðursokkinn í verkefni að þú missir tilfinningu fyrir tíma?

c) Náðu þér í blað og penna – eða hafðu auðan skjá á tölvunni þinni. Þú byrjar að skrifa efst ,,tilgangur lífs míns er ….”. Þú skrifar allt niður, sem kemur upp í hugann. Þegar þú skrifar eitthvað sem vekur upp hjá þér tilfinningar, þá ertu að snerta á einhverju þér mjög mikilvægu.  Gæti það snert tilgang þinn í lífinu?

One comment

  1. I see a lot of interesting content on your page. You have to spend a lot of time writing, i know how to save you a lot of work, there
    is a tool that creates unique, google friendly posts in couple
    of seconds, just search in google – k2 unlimited content

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s