Categories
Uncategorized

– 3 – Ertu föst/fastur? – að lokum þetta:

Næsta skref:

Gefðu þér nýja og mikilvæga áskorun.

Finndu einhvern með þér, ef þú getur – til að hafa með í þessu ferðalagi, létta með þér, fara yfir, spjalla. Fá þér kaffi með eða fara með út að ganga.

Gerðu eitthvað af því, sem dregur fram það besta í þér 🙂 er það staður, er það manneskja að hitta, er það að fara út í náttúruna, á listasafn eða horfa á leik?

Segðu upphátt drauma þína, leyfðu öðrum að heyra markmiðiðn þín – þá eru meiri líkur þú náir markmiðunum!

Finndu einhvern sem mun ögra, taka þátt og vekja tilfinningu fyrir árangri hjá þér. Hver er þinn peppari 🙂

Categories
Uncategorized

– 2 – Ertu föst/fastur? Lífið tilbreytingarlaust í hversdeginum?

Þú ert ekki hugsanir þínar. Þú ert ekki tilfinningar þínar.

Staldraðu aðeins við.

Spyrðu þig þessara spurninga:

  1. Hvað viltu? Nefndu það. Skilgreindu það. Kallaðu það upphátt!
  2. Hvað stoppar þig? ótti? trú? einhver hugmyndafræði? Afsökun?
  3. Hvað þarftu að gera til að fá það?

Taktu hlé til að endurheimta flæði. Farðu út úr rútínunni. Gerðu ekkert af því sem þú gerir vanalega.

Ekki vera of lengi á sama stað, farðu út úr húsi, farðu að ganga um annað hverfi, nóg að ganga í korter. Því hraðar sem þú gengur, því hraðar færist blóðið … það er gott … allskonar hugsanir þjóta í gegnum hugann.

Allt í lagi að hlaupa, en best að bara ganga.

Æfðu einveru.

Fjarlægðu truflanir.

Slökktu á símanum.

Sjáðu gamanmynd.

Dansaðu.

Farðu í yoga – t.d. yoga Nidra

Prófaðu nýja hreyfingu.

Málaðu.

Spilaðu.

Skrifaðu dagbók.

Hlusta á nýja tónlist – finndu playlista frá einhverjum áhugaverðum.

Farðu á tónleika

Farðu í leikhús

Farðu á námskeið

Lærðu nýtt tungumál.

Farðu í ferðalag.

Hvað sem það er, leyfðu þér að vera frjáls án takmarkana.

Næsta skref: – sjá næstu færslu!

Categories
Uncategorized

– 1 – Föst – stöðnuð, tilbreytingarlaus hversdagur?

Jebb

Vöxtur getur verið mjög sársaukafullur. Úr einu litlu fræi verður oft mikið ves og föss, vesen og hávaði.

Breytingar eru orkufrekar, krefjandi, allskonar mótspyrna spriklar framm, hér og þar.

Fátt er þó með öllu illt að ei boði gott.

Fátt er þó með öllu illara en að vera föst, föst einhversstaðar þar sem lífsneistin fjara undan skref fyrir skref.

Ertu vakandi, ertu á lífi, ertu tilbúin, þorirðu? ertu klár? viltu stökkva? hyldýp? nei það þarf ekki að vera svo, þótt óttinn slái krumlum sínum utan um þig, fangi þig.

Þér finnst þú vera í stuði, en situr föst/fastur.

Þér líður eins og eitthvað þurfi að breytast, en hvað? í einkalífi? vinnulífi? félagslífi? eitthvað innan fjölskyldunnar? í vini/vinahóp? hvað er að gerast? hvað er að breytast? ert þú að breytast? ertu tilbúin? Viltu breytingar? hversu mikið? Máttu leyfa þér að breytast?

Byrjaðu þá bara hægt, sjáðu hvað gerist, lítil skref og þér fer að líða fljótlega öðruvísi