Gaudeamus

Stytting vinnuvikunnar

In Uncategorized on January 16, 2018 at 12:23 pm

Blaðamaður morgunblaðsins hafði samband og vildi ræða styttingu vinnuvikunnar. Ég reyndar var kannski áhugasamari að ræða gildi vinnunnar, að finna sér starf sem gefur þér tilgang og þú ert tilbúin að skuldbinda þig við, en auðvitað hefur það mikil áhrif ef vinnuvikann yrði stytt t.d. í gegnum stéttarfélögin og ég trúi því að það mun bæta heilsu og minnka neyslu. Við hefðum þá meiri tíma til að sinna okkar nánustu, börnum og eldri ættmennum og hefðum meira svigrúm að sinna hugarefnum s.s. læra yoga, ná árangri í íþróttum, skrifa loksins bókina sem okkur langar alltaf til eða sinna góðverkastarfi sem dæmi. En greini er óaðgengileg hjá mbl.is nema fyrir áskrifendur. Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að hægt verði að lesa greinina út frá þessum myndum en það er þó tilraunarinnar virði!

Grein1

Grein2

Advertisements

Kulnun í starfi

In Uncategorized on January 16, 2018 at 9:35 am

„Birtingarmyndir kulnunar geta verið margvíslegar en eitt af því sem hverfur eða minnkar stórlega er gamansemin”

,,góð vinnustaðamenning sé mikilvæg gegn kulnun í starfi. „Auknar líkur eru á kulnun ef markmið starfsins eru óljós eða mótsagnarkennd. Strangar reglur lofa ekki góðu sem og neikvætt andrúmsloft, lítið rými fyrir nýjar hugmyndir, slök stjórnun og eftirfylgd, lítil áhrif starfsmanna á eigið starf og stöðugt kapphlaup við tímann. Einnig of mörg verkefni, þegar sjaldan er hrósað fyrir vel unnin störf og þegar fjöldi undirmanna er yfir 35 manns.“

Frábært viðtal við Sveindísi Önnu Jóhannsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi um mikilvægi vellíðan á vinnustað, handleiðslu og kulnun.

Hér er viðtalið: http://www.mannlif.is/markvert/god-vinnustadamenning-mikilvaeg-gegn-kulnun-starfi/

Vinnusálfræði

Snjókornakynslóðin

In Uncategorized on January 16, 2018 at 9:29 am

Nú er nýjar kynslóðir að koma upp og setja sitt mark á nútímann. Ég rakst á umræðu á netinu um að bara á allra síðustu 2 árum sé stemmingin í háskólum að breytast. Að ungu nemendurnir krefjast nú þess (kannski aðallega í USA) að þeim eigi ekki að þurfa að líða illa í kennslustundum, að þau krefjist ,,safe space” í kennslstofu. Skilgreiningin á þessari kynslóð er þessi

Snowflakes Generation / Social justice Generation:
* Kynslóðin sem er nú komin á fullorðinsaldur, hefur mikið verið með foreldrum sínum og hafa jafnvel ofverndast
* foreldrarnir hafa gefið börnum sínum uppblásnar tilfinningar um eigin sérstöku
* kynslóðin sem er fljót að móðgast
* kynslóðin sem hefur minni seiglu  

* einstaklingarnir geta orðið óttaslegnir ef heimsmynd þeirra er vaggað: t.d. bannað á sumum heimavistum í USA að tala um fóstureyðingar og trúleysi
* kynslóðin sem er meðvitað um rétt sinn

Er þá kannski hin hliðin sú, að þetta er kynslóðin sem neitar að taka þátt í samfélagi sem er litað af misrétti og standa upp fyrir allri misbeitingu. Það það séu eldri kynslóir sem eru að skilgreina þetta unga fólk þar sem þeir sem eldri eru eru vanari því að þurfa að lúta einhverju stigveldi sem yngri kynslóðir ætla ekki að sætta sig við?

Babies Crying