Þegar við erum jákvæð og okkur líður vel, þá hugsum við öðruvísi. Við sýnum meira umburðarlyndi, erum sveigjanlegri, lausnamiðaðri, meira skapandi og víðsýnni. Þetta hefur Barbara Friedricsen sannað með sínum rannsóknum í N-Carolina í U.S.A.
Archive for February, 2014|Monthly archive page
Jákvæðni
In Uncategorized on February 26, 2014 at 1:49 am20. mars Alþjóðlegur hamingjudagur
In Uncategorized on February 6, 2014 at 1:16 pmHamingjuvísir stendur að komu Dr. Ruut Veenhoven, hamingjusérfræðings frá Hollandi með frábæru liði fagmanna frá Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Þekkingarmiðlun, Embætti Landlæknis og Forsætisráðuneytinu og með fjárhagsstuðningi frá Samtökum Atvinnulífsins ofl.
20 mars kl. 14-16, Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Fundarstjóri Páll Matthíasson, framkvæmdarstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss
Hrefna Guðmundsdóttir frá Hamingjuvísir býður fólk velkomið.
Erindi: Jón Gnarr, borgarstjóri
Dr. Ruut Veenhoven, hamingja fyrir sem flesta
Dr. Hulda Þórisdóttir, hamingja og stjórnmálaskoðanir
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Embætti Landlæknis
Ragna Árnadóttir í forsvari fyrir Samráðsvettvang um aukna hagsæld á vegum Forsætisráðuneytisins veltir vöngum
Í lokin – pallborðsumræður
Það verður frítt inn!
Sjá nánar hér: Hamingja og hagsæld_kynning20 mars_lokaútgáfa
Hvað ert þú hamingjusamur í dag á bilinu 1- 10
In Uncategorized on February 5, 2014 at 5:22 pmHvað ert þú hamingjusamur í dag á bilinu 1- 10.
Hugsaðu þig um andartak.
10 er mesta hamingjan og 1 engin hamingja.
Mátt gefa þér einkunn komma eitthvað t.d. 5,34 eða 7,3
Meðaltalið í heiminum er 6,5 (Veenhoven 2013)
Flestir í heiminum eru á bilinu 6-8
Sumir segja að það sé betra að vera 8 en 10 !
Á íslandi er meðaltalið 7,5 (var 8,3 þegar mældist hæst 2003)
Hamingja virðist vera talsvert stöðugt ástand og ef eitthvað, þá vex hún gjarnan með árunum
Fýsilegar spurningar í kjölfarið á því að þú hefur gefið þér einkunn:
* Af hverju gafstu þér ekki þrjá í einkunn? (af því að … er eitthvað sem þú getur þá verið þakklát fyrir
* Er þetta ásættanleg tala? vil ég fá hærra? hvað er á mínu valdi til að hækka um 0,5?
Ef þú ert undir fimm lengi lengi, þá er það óásættanlegt og þú skalt tala við einhvern um ástandið og eitthvað þarftu að gera til að líða betur. Ekki vera ein/einn með þessa líðan.
Eftirsjá
In Uncategorized on February 1, 2014 at 11:49 amAuðvitað á maður ekki að dvelja við eftirsjá af óþörfu, en það getur verið ágætt að nema af þeim sem hafa lifað löngu lífi og heyra þeirra helstu eftirsjá:
– hafa ekki lifað lífinu eftir eigin höfði
– láta draumana rætast
– vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið
– hefði átt að fylgjast betur með börnunum sínum
– eiga fleiri stundir með makanum
– að hafa ekki haldið sambandi við vinina
Góðar tilfinningar:
In Uncategorized on February 1, 2014 at 11:47 amdæmi um jákvæðar tilfinningar er örlæti, að fyrirgefa, finna sjálfstraust, von, finna úthald, bjartsýni, kærleikur, samhygð, finna trúnað og skilning, þakklæti, stolt og gleði. Góðu tilfinningar gera lífið þess virði að því sé lifað og fylla okkur krafti . Þessar tilfinningar geta verið hljóðlátar og sumar háværar
Hugrekki
In Uncategorized on February 1, 2014 at 11:45 am
Dæmi um hugrekkisæfingar