Um mig

Hrefna Guðmundsdóttir / hrefnagudmunds@simnet.is / s; 867-4115

Ég vinn út frá því að betra sé að nálgast geðheilsu með því að efla jákvæðar tilfinningar og jákvæðar hugsanir (bjartsýni, gleði, von, þakklæti) þær verndi okkur gegn bakslagi og er mikilvægara en að ná bata t.d. við þunglyndi með því að upplifa færri neikvæðar tilfinningar (ótta, sorg). Jákvæðar tilfinningar og jákvæðar hugsanir hvetja okkur til að njóta dagsins, umhverfis okkar, skapar tengsl og við sjáum frekar tækifæri og möguleika.

Hrefna Guðmundsdóttir. Vinnusálfræðingur, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði, ráðgjafi og markþjálfi. Með deploma í verkefnastjórnun og leiðtogafærni, auk kennsluréttinda á framhaldsskólastigi. hrefnagudmunds@simnet.is s: 867 4115

Hvað er vinnusálfræði?

Vinnusálfræði hefur áhuga á að skoða vinnustaðamenningu, hvernig hvetja meigi starfsmenn og teymi til að ná tilætluðum árangri og skapa vellíðan á vinnustað. Skoða samskipti og hvetja fólk til dáða.

Hvað er jákvæð sálfræði?

Jákvæð sálfræði er hliðargrein innan sálfræði og snýr að því að skoða hvað er í lagi, hvað einkennir þá sem eru farsælir, leiðir til að vera upp á sitt besta, skoða hvað einkennir farsæl samfélög, hvað einkennir góð samskipti, leggur áherslu m.a. á gróskuviðhorf, jákvæðar tilfinningar, seiglu, styrkleika, þakklæti og ,,plússana” í lífinu.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. Þetta er aðferðarfræði sem er til þess fallin að hjálp einstaklingum og teymum að öðlast skýrari framtíðarsýn og til að nýta styrkleika sína til að raungera þá sýn. Markþjálfun er samræðuferli og vitundarsköpun.

  • Vinnustaðagreining
  • Innlegg um hamingjuna, seiglu og styrkleika. Með ,,dash” af skemmtilegum æfingum – kryddað með æfingum úr Qi gong eða hláturyoga 🙂
  • Markþjálfun
  • Inngrip á vinnustaði með aðferðum jákvæðrar sálfræði
  • Námskeiðshald f. Virk og Vinnumálastofnun – út frá jákvæðri sálfræði, seiglu og styrkleikum fyrir atvinnulífið. Hvað hefur þú fram að færa og hvar er þinn rétti staður?

Hrefna 4.8.20

Annar af tveim rithöfundum bókarinnar ,,Why are Icelanders so Happy?” – sjá:

23471995_2001038506774649_2222935966862391411_n

https://www.penninn.is/is/book/why-are-icelanders-so-happy-0

Dæmi um nýleg innlegg

T.d. hjá V.R, BHM, Ljósið, Framvegis, Fjölmennt, Vinnumálastofnun, Velferðarvaktin, Listaháskólinn, Menntavísindasvið HÍ, ÞÞ Þrif, University St. Malaysia, Náms- og starfsráðgjafar Evrópusambandsins, Bradford, UK ofl. ofl.  Verið í samstarfi við Vesen og Vergang, gönguhóp og verið með ,,Hamingjugöngur” um miðbæinn og Öskjuhlíðina. Er í dag i samstarfi við Hoobla. Kennt Qi gong fyrir eldri borgara í Hlíðunum.

Hrefna Guðmundsdóttir, MA í Vinnu- og félagssálfræði frá London School of Economics.  Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi, BA í Sálfræði og fjölmiðlafræði. Verkefnastjórnun og leiðtogafærni – Endurmenntun HÍ 2022.

Starfandi ráðgjafi/Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun í 10 ár.

Stofnandi félags um jákvæða sálfræði 2011 og fyrsti formaður félagsins.

Gerði forum BA ritgerð um Íslendinga og hamingjuna. Hefur tekið þátt í leshópum og ráðstefnum um viðhorf, um hamingjuna, jákvæða sálfræði og  um vinnusálfræði, framtíðarfræði og Atvinnulíf 21 aldar.

Hláturjógaleiðbeinandi – lærði af Önnu Valdimarsdóttur.

Qi Gong iðjandi og hef lokið 1/3 af kennsluréttindum í greininni.

Umsagnir: https://hamingjuvisir.com/ummaeli/

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s