Í boði

Vinnusálfræði, jákvæð sálfræði, markþjálfun

Vinnustofur/Fræðsla/Verkefni.

Hvað er vinnusálfræði?

Vinnusálfræði hefur áhuga á að skoða vinnustaðamenningu, hvernig hvetja megi starfsmenn og teymi til að ná tilætluðum árangri og skapa vellíðan á vinnustað. Skoða samskipti, líðan, menningu og hvaða mannauður býr í starfsmönnum.

Hvað er jákvæð sálfræði?

Jákvæð sálfræði er hliðargrein innan sálfræði og snýr að því að skoða hvað er í lagi, hvað einkennir þá sem eru farsælir, leiðir til að vera upp á sitt besta, þekkja hvað einkennir farsæl samfélög, hvað einkennir góð samskipti, leggur áherslu m.a. á gróskuviðhorf, jákvæðar tilfinningar, seiglu, styrkleika, þakklæti og ,,plússana” í lífinu.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. Þetta er aðferðarfræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum og teymum að öðlast skýrari framtíðarsýn og nýta styrkleika sína til að raungera þá sýn. Markþjálfun er samræðuferli og vitundarsköpun.

Styrkleikar. Vinnustofa.

Þátttakendur taka styrkleikaprófið Via strengths (tekur um 10 mínútur) og bera svo saman bækur sínar, til að læra meira um eigin styrkleika og annarra.  Við viljum nýta styrkleika okkar, það eykur vellíðan, það að nota styrkleika sína er uppspretta til að efla og auka krafti og draga fram það besta í okkur. Prófið  til við að ræða meira en nokkru sinni mannkosti og setja áherslu á styrkleika frekar en krankleika. Styrkleikar fjalla ekki um röskun eða greiningu, heldur er einfaldlega okkar innri áttaviti. Þetta mun hjálpa teymum að vinna betur saman og ná settum árangri. Via Strengths prófið er eitt þekktasta styrkleikaprófið í jákvæðri sálfræði, höfundar eru Cristopher Petterson og Martin Seligman, einn af frumkvöðlum jákvæðrar sálfræði.

Seigla og von. Vinnustofa/Fræðsla.

Við fæðumst með mismikla seiglu. Seiglu er hægt að þjálfa. Seigla, eða þrautseigja er það að gefast ekki upp þegar á móti blæs. Hvaða tegund af seiglu við nýtum mest er mismunandi. Við skoðum tegundir seiglu og fáum fleiri verkfæri að vinna með til að efla okkur. Hægt er að fá lánaða dómgreind og verða innblásinn af seiglu annarra sem hjálpar til að finna nýjar leiðir. Við tökum seiglupróf til að glöggva okkur betur á eigin stöðu.

Hugarfar og líðan á vinnustað. Vinnustofa/Fræðsla.

Hvernig verður viðhorf til? Hvernig breytast viðhorf? Það er gott að staldar við að skoða hvaða hugarfar maður er að temja sér. Kynnumst vaxandi hugarfari vs. stöðnuðu hugarfari og lærum að þekkja hugarskekkjur. Er hægt að auka bjartsýni og von? Hvernig get ég fundið meiri hamingju á vinnustaðnum og hvert er verðmætið í því? Hvað einkennir þau störf þar sem starfsmönnum líður vel og ná góðum árangri? Skoðum ferla, samskipti, árangur og líðan.

Hamingjan/Jákvæð sálfræði. Vinnustofa/Fræðsla.

Hvað segja rannsóknir um hamingjuna, hvar er hana helst að finna? Hvernig mælum við hamingjuna? Hvað segja rannsóknir um hamingju Íslendinga.

Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem er heilbrigt í okkur og hvað við getum lært af þeim farsælu. Hvað er ég að fást við þegar ég er upp á mitt besta? Get ég gert meira af slíku? Aukin sjálfsþekking hjálpar mér að bera ábyrgð á því að finna mína hillu.

Jákvæð sálfræði leitast við að svara spurningum eins og: Hvað einkennir þá farsælu? Geta allir orðið hamingjusamir? Er hægt að ákveða að verða hamingjusamari? Hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað? Hvaða breytur eru í fylgni við hamingju o.s.frv.

Hrefna Guðmundsdóttir

MA Vinnu- og félagssálfræði

Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði

s: 867-4115

hrefnagudmunds@simnet.is

hamingjuvisir.com

​​​

This image has an empty alt attribute; its file name is hrefna-11-1.jpg

Erindi haldin m.a.:  Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hjá stéttarfélögum s.s. hjá VR og BHM. Hjá fagfélögum s.s. hjá sálfræði og uppeldiskennurum á framhaldsskólastigi, hjá leikskólum, hjá Fagfélagi: Fagfólk í frístundastarfi. Hjá stofnunum Vinnumálastofnunar. Fyrir starfsfólk Menntaskólans á Egilsstöðum. Fyrir félag náms- og starfsráðgjafa. Hjá Velferðarvaktinni í félagsmálaráðuneytinu. Hjá Velferðarvaktinni á Suðurnesjum.  Leikskólakennurum Reykjanesi. Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. Í náminu PRISMA á vegum Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst. Hjá félagi lífsleiknikennara á framhaldsskólastigi. Fyrir félagsmenn Stómasamtakanna. Á starfsdögum hjá Eimskip, Egils Skallagrímssyni og Borgun. Hjá Reykjavíkurborg t.d. hjá Frístundamiðstöðinni Kringlumýri, Kampi og Miðbergi. Fyrir allt sumarstarfsfólk Íþrótta- og tómstundastarfs. Fyrir unglækna. Hjá frístundastarfsfólki í Kópavogi. Hjá Símenntunarmiðstöðvum s.s. Suðurlands, hjá Birtu Starfsendurhæfingu og Framvegis símenntunarmiðstöð o.s.frv.

Viltu heyra um:

* Vellíðan í starfi og á vinnustað

* Tilgangur og markmið og liðsheild á vinnustað

* Hamingjan og hamingjumælingar

* Hvað einkennir þá hamingjusömustu

* Er hægt að auka eigin hamingu?

* Hvernig hafa viðhorf áhrif? Hvernig er hægt að hafa áhrif á viðhorf

* Styrkleikar, seigla, bjartsýni og von

* Skriflegar æfingar

Sjá í ,,Archives” í borðanum hér efst, þar má sjá eldri blogg. Þar er að finna mikið af efni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s