Að eldast…

Einu sinni sagði góður vinur minn við mig, að það að eldast væri eins og að ganga upp fjall, því sem ofar dregur, sérðu betur yfir 🙂 Hvað getur þú gert til að eldast með reisn, í þakklæti og gleði – alla vega öðru hverju 🙂 – hverju getur þú breytt – nefndu þrennt 🙂…

Sköpunargáfan í ýmsu formi

Um að gera að nota sköpunargáfuna, gefur kraft og orku – dæmi um hvernig: sendu einhverjum póstkort Veldu hlut heima hjá þér og finndu honum nýtt hlutverk sem er ekki hefðbundið Skráði þig á stutt námskeið í leiklist, leirkeragerð, ljósmyndun, í handiðn … einhverju nýju fyrir þér 🙂

Fögnum fegurð lífsins, í dag!

Taktu eftir einhverju sem snertir þig í dag, hlustaðu, horfðu, skoðaðu. Getur jafnvel tekið mynd. Taktu eftir þegar sólin kemur upp, hlustaðu á fuglasöng, skoðaðu blóm, lestu uppáhalds ljóð, heimsóttu safn og jafnvel safn sem þú hefur ekki heimsótt áður Láttu eitthvað koma þér fallega á óvart í dag 🙂 Fagnaðu fegurð lífsins