Jólin!

Má til með að fá að senda ykkur jólakveðjur.

Þetta er dálítið áhugaverður árstími og hátíð. Hátíð ljóssins. Hátíð menningar og lista. Hátíð íhugunar og samveru. Hátíð bóka, tónlistar, sælkerahátíð, tími þar sem við drögum gjarnan fram okkar fínasta, fegurstu listaverk mannkynssögunnar hafa gjarnan verið sköpuð guðum til dýrðar. Tími þar sem við hugsum til genginna, tími þar sem sorg og gleði mætast, hátíð vonar og væntinga og líka hátíð siða og fastra venja. Gleymum því ei að þetta er ekki síst tíminn þar sem birtan sigrar myrkrið. Með hverjum deginum hækkar sólin á lofti!

Gleðileg jól kæru vinir!
Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gengi.
Takk fyrir mig og samstarfið á árinu.

Kv. Hrefna

https://www.theguardian.com/culture/2014/dec/05/the-10-best-christmas-story-paintings

Svo sé ég að ég setti þetta sem status á facebokk 2017 um mennskuna og tímann – ég bloggaði um það einmitt nýlega…

mér líður skringilega… allt sem maður gerir fyrir jólin… jah… það er hægt að kaupa allt einhvern veginn, og allt alveg tilbúið, og svo er það ódýrara en að gera hlutina sjálfur .. og svo er maður að kaupa gjafir, sem er gaman að gera, en allir eiga allt … og svo kostar allt orðið ekkert eiginlega (var í Ikea sko) og ég bara …………blah …………… mér finnst eins og það sé búið að taka mennskuna úr undirbúningnum …. eða ég er að kafna úr ofgnjótt …..

Leave a comment