Gaudeamus

Archive for July, 2014|Monthly archive page

Hamingjan?

In Uncategorized on July 25, 2014 at 2:55 pm

Hamingjan, hún er stundum hugarástand, stundum þegar fullt er á tankinum af jákvæðum tilfinningum, stundum í formi þakklætis, stundum af því líf hefur verið farsælt undanfarið eða við höfum öðlast sátt . Hamingjan er líka ákveðið viðhorf, eitt er hvað gerist, annað er hvernig við túlkum atburðinn, vinnum úr honum og bregðust við.

singing in the rain

Advertisements

Ást róar hjartað …

In Uncategorized on July 9, 2014 at 10:38 pm

Ást róar hjartað. Staðfest. Með vísindalegum aðferðum. Jebb. Má þá ekki líka leiða að því líkum að ástin bæti heilsuna :-). Það er ekki erfitt að trúa því.

Aukin líkamleg vellíðan eykur tilfinningalega vellíðan. Ást og félagsleg hæfni er því líklegri að komi fram há þeim sem líður líkamlega vel – dásamlegur ,,vítahringur” það!

Love

Sjá Barbara Fredricsen

http://en.wikipedia.org/wiki/Barbara_Fredrickson

og hér:

http://www.goodmedicine.org.uk/stressedtozest/2008/12/barbara-fredrickson%E2%80%99s-recent-research-study-loving-kindness-meditation-first-

 

Ást er …

In Uncategorized on July 9, 2014 at 10:31 pm

 

love-is-kim-grove-comics-20

– að fjárfesta í velferð annarra, eingöngu af því þú vilt þeim vel

– þegar þú upplifir með öðrum ,,mér er sýndur skilningur” eða ,,ég er metin” (he/she get´s me)

– upplifa samhljóm, að vera í takt

– gagnkvæm aðgát og umhyggja

 

Family

Ást er ekki:

– kynferðislegt afl

– ,,sérstök” sambönd

– skuldbinding

– bara fyrir ákveðna aðila

– einhver ,,einkaréttur” sem sumir hafa og aðrir ekki

– endilega eins endingargóð og við höldum (en getur verið eilíflega endurnýanleg)

– skilyrðislaus, einmitt … ást er ekki skilyrðislaus …

 

Dr. Barbara Friedricsen félagssálfræðingur í USA rekur jákvæðar rannsóknarstofu í University of North Carolina at Chapel Hill. Hún hélt erindi um ást og heilsu á ráðstefnu um jákvæða sálfræði í Amsterdam í byrjun júlí. En sjá líka hér:https://www.netgalley.com/catalog/show/id/22939

 

 

 

Ást er ekki:

In Uncategorized on July 9, 2014 at 10:20 pm

love-is-kim-grove-comics-15

Ást er ekki:

– kynferðislegt afl

– sérstök sambönd

– skuldbinding

– fyrir ákveðna aðila

– einhver ,,einkaréttur” sem sumir hafa og aðrir ekki

– eins endingargóð og við höldum (en getur verið eilíflega endurnýanleg)

– skilyrðislaus

 

Dr. Barbara Friedricsen félagssálfræðingur í USA rekur jákvæðar rannsóknarstofu í University of North Carolina at Chapel Hill. Hún hélt erindi um ást og heilsu á ráðstefnu um jákvæða sálfræði í Amsterdam í byrjun júlí. En sjá líka hér:https://www.netgalley.com/catalog/show/id/22939

 

Júlí í Amsterdam – jákvæð sálfræði – RÁÐSTEFNA ENPP

In Uncategorized on July 8, 2014 at 9:05 pm

Það var endalaust orkugefandi að fara á ráðstefnu um jákvæða sálfræði í Amsterdam í síðustu viku – þetta er smá smjörþefur af vangaveltum sem maður fékk:

* Jákvæð sálfræði trúir á frjálsan vilja, þ.e. það er ekki bara fortíðin sem stýrir ferðinni heldur ekki síður framtíðin 🙂

* Þinn síðasti sigur – hvað getur þú lært af honum? (lýsa í smáatriðum)

* Ást er að fjárfesta í velferð annarra, fyrir þeirra eigin sök og upplifa það sama frá viðkomandi

* Hvort tekur þú eftir blómunum eða arfanum?

* Þú átt tvo hunda, annar er vondur og hinn góður og þeir takast á, hvor sigrar? SVAR: Sá sem þú fæðir betur

Amsterdam hjól