Félag fagfólks í frístundastarfi

Fyrsti hádegisverðarfundur FFF fór fram á Sólon þriðjudaginn 9. september sl. og var fundurinn sá fjölmennasti í langan tíma en yfir 50 manns sátu fundinn að þessu sinni. Gestur fundarins var Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði, og fjallaði hún um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Í máli sínu fór Hrefna yfir helstu þætti…

Forsendur hamingjunnar – birtist í fréttablaðinu 4. september 2014

Í vor heimsótti okkur guðfaðir hamingjumælinga, prófessorinn Dr. Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla Íslands. Hans skilaboð eru að hamingjuna sé hægt að mæla og hægt sé að auka hamingju. Það sem hans rannsóknir sýna er að það er þrennt sem einkennir samfélög þar sem hamingja mælist há. Í fyrsta lagi er það ákveðin…