Forsendur hamingjunnar – birtist í fréttablaðinu 4. september 2014

Í vor heimsótti okkur guðfaðir hamingjumælinga, prófessorinn Dr. Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla Íslands. Hans skilaboð eru að hamingjuna sé hægt að mæla og hægt sé að auka hamingju. Það sem hans rannsóknir sýna er að það er þrennt sem einkennir samfélög þar sem hamingja mælist há.

Í fyrsta lagi er það ákveðin hagsæld sem einkennir þau samfélög, fólk verður jú að hafa í sig og á. Í öðru lagi er aukin hamingja eftir því sem traust er meira í samfélaginu. Traust milli manna, í samskiptum, traust á stofnunum samfélagsins og nágrönnum og að hægt sé að ganga um götur án þess að hafa áhyggjur af lífi sínu og limum. Í þriðja lagi eru það stjórnhættir. Góðir stjórnhættir er m.a. skýr upplýsingagjöf, jafnrétti, réttarríki, lýðræði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Veenhoven lagði sérstaka áherslu á í erindi sínu aðgengi að forvörnum á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Hann hvetur til þess að í boði sé ráðgjöf við ákvörðunartöku t.d. á tímamótum. Einnig hvatti hann skóla og meðferðarstofnanir, vinnustaði og sjúkraheimili að hafa hamingjumælingar til að vita raunverulega um líðan og árangur af inngripi.

Flest allir skilja spurninguna „hvað finnst þér þú hamingjusamur með líf þitt á heildina litið á bilinu 1–10?“ og „hvað finnst þér þú hamingjusamur núna á bilinu 1–10?“. Veenhoven hélt því fram að það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm hafi lélegt forspárgildi. Ein leið til þess að þekkja betur eigin hamingjuvaka er að halda dagbók þar sem þú skráir hvað þú gerir klukkutíma fyrir klukkutíma frá því þú vaknar og þar til þú ferð að sofa og skráir svo í lok dagsins hvað hver klukkutími gaf þér í hamingju (t.d. á bilinu 1–10). Þá færðu góða vísbendingu um þína eigin hamingjuvaka.

Veenhoven heldur því fram að erfðir skýri um 30% af okkar hamingju (t.d. geðslag), uppeldi skýri 15%, 15% sé vegna ákvarðana sem við tökum, 10% af félagslegu neti og tengslum, 5% af félagslegri og efnahagslegri stöðu og 10% skýrist hreinlega af heppni eða óheppni.

Sjá: http://www.visir.is/forsendur-hamingjunnar/article/2014709049995

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s