Viltu reyna jákvæða sálfræði á eigin skinni? 8 vikna námskeið, samvera 1x í viku

Námskeiðið er haldið reglulega yfir árið. Næst: 22. mars 3. maí 14. júní 23. september o.s.frv. Skráning: haminguvisir@gmail.com eða hrefnagudmunds@simnet.is eða s: 867 4115

Helstu námsþættir:

Hamingan: Hvað segja rannsóknir, hvaða skoðun hefur þú? er eigingjarnt að stefna að eigin hamingju?

Samskipti: Hvað eru góð samskipti? Hvað eru slæm samskipti? Hvernig get ég bætt samskipti og við hverja vil ég styrkja tengls? Af hverju þurfum við að setja mörk og hvernig setjum við mörk?

Styrkleikar: Hvaða mannkosti kunnum við að meta? Hvaða styrkleika hef ég? hvaða styrkleika get ég notað meira og hvernig? Hvernig get ég séð samferðarfólk með nýjum augum? Get ég nýtt styrkleika mína meira í starfi eða til að auka eigin vellíðan?

Seigla: Hvað er seigla? Hvað er lært hjálparleysi? Hvernig tegundir eru af seiglu og hvernig get ég lært seiglu af öðrum?

Vaxandi viðhorf, tilfinningar, von og bjartsýni. Ást og aðrar tilfinningar, þekkja þær og áhrif. Sjálfstjórn, að hvað virkar til að auka von.

Áætlun um að blómstra: u- Jebb!

Unnið er með verkfæri úr smiðju jákvæðrar sálfræði, þátttakendur halda dagbók. Því meira sem þú notar dagbókina milli hittinga, því betur finnur þú hvaða verkfæri gagnast þér og hvaða verkfæri ekki. Öll verkfærin eiga að hjálpa þér að auka vellíðan og auka sjálfsþekkingu, svo þú getur betur borið ábyrgð a eigin andlegu lífi.

Námskeiðin eru þeim að kostnaðarlausu sem eru hjá Virk eða á skrá hjá Vinnumálastofnun. Fyrir aðra styrkja stéttarfélögin.

Sjá t.d. hér: https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/nam-namskeid-og-starfstengd-urraedi/namskeid/namskeid-a-hofudborgarsvaedinu/sjalfstyrkin

Leave a comment