Jákvæð sálfræði hefur verið vaxandi vísindagrein frá síðustu aldamótum. Ástæður þess að við höfum aukinn áhuga á að einblína á heilbrigði frekar en vanheilsu eru þær helstar að forvarnir virðast skila meiri árangri enn að laga það sem að er þegar allt er komið í óefni.
Því hefur aukist áhugi á því að læra af þeim sem láta okkur líða vel, læra af þeim sem eru hamingjusamir og farsælir, við viljum læra af þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir, læra af þeim að bera meiri ábyrgð á eigin velferð. Auk þess sem rannsóknir sýna að hamingjan er eftirsóknarverð, henni fylgir langlífi, betri heilsa og betri samskipti. Greiningar á kvillum skapa skilning, en eftir situr að við getum verið með allskonar kvilla og greiningar en við viljum líka vera hamingjusöm, þrátt fyrir þær hindranir sem mæta okkur.
Við finnum á eigin skinni að það er betra að líða vel, heldur en illa.
Rannsóknir hafa sýnt að við hugsum öðruvísi þegar okkur líður vel, við verðum betri í samskiptum og fólk vill vera nálægt okkur, jafnvel getum við fundið okkur líkamlega heilbrigðari. Það á því ekki lengur við að halda því fram,að það sé eigingirni að vilja vera hamingusamur. Það er betra fyrir alla, þig, samfélagið, ættingja og vini og samferðafólk.
Ef þú verður smá hamingjusamari sjálf/ur, ertu að auka við hamingjuna í heiminum.
Við þurfum að gæta okkar á ,,eitraði jákvæðni” með því að leggja ofuráherslu á jákvæðni og hamingju, við viljum ekki verða óekta, standa í afneitun, ógilda ekta mannlegar tilfinningar og upplifun. Lífið er oft erfitt og ósanngjarnt. Við viljum bara lágmarka vanlíðan og auka vellíðan og rannsaka það sem er best og eftirsóknarverðast í lífinu, auk þess að auka skilning á kvillum, hindrunum og andlegum áskorunum.

Meira um jákvæða sálfræði:
Sagan: Gjarnan er talað um jákvæðu sálfræði byltinguna. Í því felst að árið 2000 varð Dr. Martin Seligman formaður félags sálfræðinga í Ameríku og í samstarfi við Mihaly Csikszentmihalyi var sett sú stefna að félagið skyldi leggja á það áherslu að skoða heilbrigði, en ekki krankleika. Með þessari stefnubreytingu hefur gengið betur að fá fé í rannsóknir á þessu sviði.
Svo er annað sem hefur greitt götur jákvæðu sálfræðinnar, en það er að nú var farið að skoða hvernig hinn venjulegi maður getur gert líf sitt merkingarfyllra og blómstrað og það vakti athygli.
Jákvæð sálfræði er fræðin um það sem er heilbrigt í okkur og hvað við getum lært af þeim farsælu og aukið sjálfsþekkingu s.s. hvað er ég að fást við þegar ég er upp á mitt besta?. Jákvæð sálfræði leitast við að svara spurningum eins og: Hvað einkennir þá farsælu? Geta allir orðið hamingjusamir? Er hægt að ákveða að verða hamingjusamari? Hvað gerir lífið þess virði að því sé lifað? Hvernig mælum við hamingju? Hvaða breytur eru í fylgni við hamingju o.s.frv. Í Evrópu þekkist að kalla fræðin Hamingjufræði, kannski ekki síst þegar verið er að mæla hamingju þjóða og bera niðurstöðurnar saman.
Félagssálfræðingar hafa mikinn áhuga á viðhorfum, hvernig þau myndast og breytast. T.d. viðhorfin bjartsýni og jákvæðni. Hvernig aðstæður hafa áhrif, hvernig sjálfsmynd verður til og áhrif félagsmótunar. Þar með hvernig samfélag hefur áhrif í hamingjumælingum t.d. hvað einkennir samfélög þar sem hamingja mælist töluverð.
Vinnusálfræði hefur áhuga á að skoða vinnustaðamenningu, hvernig hvetja má starfsmenn til að ná tilætluðum árangri og skapa vellíðan á vinnustað. Skoða samskipti á vinnustað og hvetja starfsfólk til dáða.
Góðar æfingar úr jákvæðri sálfræði:
1. Hvað ertu hamingjusamur á bilinu 1-10 almennt séð, ef þú metur það núna?
a) Hvað er á þínu valdi til að hækka hamingjuna um 0,5 stig
2. Hvað er gott við þitt líf í dag? hvaða þættir eru í jafnvægi? Hvaða þættir síður?
3. Stundum fara hlutirnir í lífinu ekki eins og maður hefði kosið. Rifjaðu upp slík dæmi úr þínu lífi. Til hvaða ráða greipst þú? Getur verið að eitthvað gott hafi komið út úr því að illa fór.
4. Fyrir hvað er þú þakklát/þakklátur eftir gærdaginn? En í vikunni?
5. Hvar er tækifæri í þínu lífi til að taka meiri ábyrgð, vera virkari, bjóða þig fram til verka?
6. Gerðu góðverk – hvaða góðverk vilt þú gera næst? – gefa af þér
7. Hvern langar þig mest að hringja í þegar þér líður illa eða vilt deila gleðifrétt?
8. Lýstu fullkomnum degi, vertu eins nákvæmur og þú getur. Dagurinn á að vera sæmilega raunsær. Hvaða vikudagur er þetta? með hverjum ert þú? Hvar ertu?
9. Hvað er það sem gengur vel í þínu vináttu- eða ástarsambandi (maki / vinur / þinn nánasti)?
10. Hverjar eru þínar fyrirmyndir, hver í kringum þig er mjög hamingjusamur? Hvað getur þú lært af viðkomandi sérstaklega?
11. Styrkleikar – hverjir eru þínir styrkleikar? próf á netinu www.authentichappiness.com Nota styrkleikanna markvisst.
12. Hvað gleður maka þinn eða þinn nánasta (búðu til love map)?
13. Einfaldaðu líf þitt
14. Endurspeglar heimilið þitt það sem þér finnst gaman að gera? Veldu liti, myndir o.s.frv. sem skiptir þig máli. Gerðu eitt horn að þínu, þar sem það endurspeglar þín áhugamál, eftirlætisiðju o.s.frv.
15. Skrifaðu dagbók! Gott að skrifa um það sem gerist og við upplifum. Gott að hafa í huga að skrifa ekki síst það sem við erum þakklát fyrir, hvað gengur vel og jafnvel afhverju. Eykur sjálfsþekkingu og þekkingu á hamingjuvökum okkar.
16 .Öflugt er að skrifa sig frá erfiðum atburðum, vera nákvæmur og endurskrifa aftur og aftur og fylgjast með hvernig tilfinningar og hugur geta orðið mildari. Verður auðveldara að lifa með erfiðum atvikum.
17. Skrifaðu niður jákvæða upplifun og vertu eins nákvæm og þú getur. Gott að eiga í minningarbók, lesa yfir á erfiðari stundum.
18. Komdu einhverjum sem þarf á því að halda, ánægjulega á óvart í vikunni.
19. Þinn persónulegi vöxtur:
a) Hverju hefur þú afrekað á s.l. 12 árum? Hvernig hafa þessi afrek stuðlað að persónulegum vexti þínum og aukið ánægju þína? Er eitthvað undirliggjandi þema?
b) Gerðu lista yfir hið gagnstæða, þ.e. þau afrek sem hafa verið erfið og ekki gefið þér neina ánægju
20. Tilgangur þinn:
a) Hvenær upplifðir þú síðast sterkar jákvæðar tilfinningar og gleði? Hvað varstu að fást við? Með hverjum varst þú? Hverjar voru aðstæðurnar og hvernig skipta þær máli?
b) Hvað ertu að fást við þegar þú verður það niðursokkinn í verkefni að þú missir tilfinningu fyrir tíma?
c) Náðu þér í blað og penna – eða hafðu auðan skjá á tölvunni þinni. Þú byrjar að skrifa efst ,,tilgangur lífs míns er ….”. Þú skrifar allt niður, sem kemur upp í hugann. Þegar þú skrifar eitthvað sem vekur upp hjá þér tilfinningar, þá ertu að snerta á einhverju þér mjög mikilvægu. Gæti það snert tilgang þinn í lífinu?
Markþjálfun – markþjálfun og jákvæð sálfræði eru eins og systkyni, jafnvel tvíburar. Einblína á hér og nú, tækifæri og möguleika, trúa á frjálsan vilja og einblína á óskir og drauma og framtíðina.
Það er mjög mikilvægt að hafa þjálfara með sér í liði, markþjálfa sem ber kennsl á hvað er að halda þér aftur, sér það sem þú ekki sérð, ýtir þér áfram, hjálpar þér að ná lengra og hraðar. Það er ekki endilega málið að hlaupa hraðar, heldur að setja fókusinn á það sem skiptir þig mestu máli.
Oft er stór hluti af því að halda áfram, er að endursegja sögu sína, endurhugsa hana og endur hanna. Hér eru spurningar sem gætu hjálpað þér að sjá nýja vinkla á þín verkefni og ýtt þér áfram:
Hér eru dæmi um spurningar sem markþjálfi getur notað:
Til að skoða aðstæður frá nýju sjónarhorni:
- Hvernig myndi einhver sem þú lítur upp til líta á þessa stöðu?
- Hvað ef þetta væri ekki vandamál, heldur tækifæri – hvernig myndir þú nota það?
- Ef þú værir ekki hrædd(ur) við að mistakast, hvað myndir þú gera?
- Hvað með,ef þú ferð í bílstjórasætið … í þínu lífi? Hvað þá? Enn ef þú sest aftast, hvað sérðu þá?
Til að greina og breyta túlkun:
- Er þessi túlkun þín á aðstæðunum eini mögulegi sannleikurinn?
- Hvað eru staðreyndir í þessu máli, og hvað er túlkun eða mat?
- Er eitthvað annað sem þessi áskorun gæti þýtt fyrir þig?
Til að stuðla að lausnamiðaðri hugsun:
- Hvað hefur þú þegar áorkað í þessari stöðu sem þú ert stolt(ur) af?
- Hvað væri fyrsta litla skrefið í átt að lausn?
- Hvaða styrkleika geturðu nýtt til að breyta þessari stöðu?
Til að rýna í tilfinningar:
- Hvernig tengjast tilfinningarnar sem þú finnur hugsunum þínum um aðstæðurnar?
- Hvað myndi breytast ef þú sættir þig við þessar tilfinningar í stað þess að reyna að losna við þær?
Ef þetta vekur upp einhverjar þungar tilfinningar, skaltu horfast í augu við þær. Viðurkenndu þær. Sættu þig við að þú ert með þessar tilfinningar. Taktu stund í þetta. Það hjálpar, til að sjá skýrar og nálgast málin sem þarf að takast á við.

Fleirri góðar spurningar til að endurhugsa líf sitt, setja hugsanir og hugmyndir sínar í nýjan búning, horfa frá austur til vesturs og frá suður til norðurs og til baka!
Ef þú horfir á þetta mál 5 eða 10 árum frá núna, hversu mikilvægt verður það þá?
Hvaða hluti af þessu er undir þinni stjórn? Hvað ekki?
Hvað myndir þú segja við besta vin þinn ef hann væri í sömu aðstæðum?
Hvað er verst sem gæti gerst – og ef það gerist, hvernig myndir þú takast á við það?
Hvaða skref geturðu tekið núna til að líða aðeins betur í dag?
„Ég get ekki gert þetta“ → Hvernig getur þessi hugsun breyst í „Hvað get ég gert til að prófa eitthvað nýtt?“
,,Mér mistókst” – Hvað lærðir þú þá af þessu? hvað getur þú nýtt þér í framtíðinni af þessu?
Hér er markmiðið að umbreyta sjálfvirkum, neikvæðum hugsunum í spurningar eða fullyrðingar sem stuðla að framförum.




I see a lot of interesting content on your page. You have to spend a lot of time writing, i know how to save you a lot of work, there
is a tool that creates unique, google friendly posts in couple
of seconds, just search in google – k2 unlimited content