Umsagnir eftir námskeið og/eða innlegg:
– Þetta var frábært námskeið í alla staði. Aðferðir sem Hrefna notar til þess
að fá hópinn til að opna sig og vinna saman eru frábærar.
– Þetta var algjörlega frábært námskeið. Að brjóta það upp með qi gong og
hláturjóga er algjörlega til þess að brjóta múra milli fólks.
– Að fá fólk í hópa til að ræða niðurstöður er frábær leið til þess að tengja fólk saman.
– Hef farið á nokkur námskeið, mjög góð en Hrefna notaði aðferðir sem virkuðu svo 100 %
– Námskeiðið er mjög gott og ég hækkaði í hamingju-einkunninni fyrir hvernig ég met gæði lífs míns á meðan námskeiðinu stóð.
– Það mætti vera framhald af þessu námskeiði
– Hefði viljað að námskeiðið væri lengra
– Mikil og góð orka, var hvetjandi, jákvæð, glaðleg, skemmtileg, hrífur mann með sér, maður finnur að hún hefur mikla trúa á gleðinni. Ég held ég kæmist á Mont Everest ef Hrefna væri með til að hvetja mig!
– Hrefna, þú kannt þitt fag virkilega vel, ert styðjandi og hefur mikla útgeislun.
– Mikill fengur fyrir Vinnumálastofnun að hafa þig um borð. Kærar þakkir fyrir gott og gefandi námskeið
– Námskeiðið opnað nýjan heim um samspil hamingju og eigin fjötra
– Það var bæði skemtilegt og gagnlegt að vera á námskeiðinu hjá Hrefnu. Hún kom með góð ráð og mér leið eins og væri verið að leiðbeina mér persónulega þótt námskeiðið væri gert fyrir hópinn. Einnig var fróðlegt að heyra hvað hinir úr hópnum höfðu að segja og hvernig var unnið með það. Markþjálfunar viðtalið fannst mér best og það á örugglega eftir að nýtast vel, því eins og Hrefna markþjálfi benti réttilega á þá er svo gott að geta rætt plön, drauma og áætlanir upphátt og þar sem maður fær hvatningu og ráðleggingar. Kærar þakkir fyrir mig Hrefna
-
Skemmtilegur og líflegur kennari. Fjölbreyttar kennsluaðferðir
-
Margt sem vakti mig til umhugsunar og hvetur fólk enn frekar til að halda áfram að breyta hugmyndafræði
-
Skemmtilegar umræður
-
Jákvæðni
-
Skemmtilegt
-
Skemmtilegt og fræðandi
-
Jákvætt, skemmtilegt og fræðandi
-
Kennsluaðferðirnar
-
Gaman að hjálpa manni að beina sjónum að jákvæðari hugsun
-
Stutt og hnitmiðað
-
Vakti mig til umhugsunar
-
Víðsýnni
-
Hreyfði mikið við jákvæðum hugsunum
-
Hjálpar mér persónulega
-
Mér leið svo vel eftir hvern tíma, léttist á mér brúnin
,,Hrefna kom og spjallaði við okkur Dalamenn (Dalalíðan) um jákvæða sálfræði og hvernig við getum skynjað eigin hamingju betur frá völdum æfingum sem við gerðum. Þetta var frábært innlegg í að gera samfélagið glaðara og okkur ríkari í hjarta”.
-
Bjarnheiður Jóhannesdóttir, frumkvöðull með meiru. Rekur ferðaþjónustu á Eiríksstöðum, Dölum. 2024. Fræðslan fór fram í desember á bæjarskrifstofunni.
*Hún Hrefna var vægast sagt æðisleg. Hún náði vel til fólksins, var fyndin, fjörug, áhugasöm um starfið okkar, hún hannaði fyrirlesturinn utan um aðstæður og starfsfólkið. Hún tók nokkrum sinnum pásur inn á milli sem fólki þótti mjög gott, fær toppeinkunn”
- Bryndís, Leikskólastjóri Sunnufold. Starfsdagur, 2023
,,Hrefna Guðmundsdóttir stýrði vinnustofu hjá okkur vegna vinnu fyrirtækisins við gerð samskiptasáttmála starfsmanna. Hrefna á einstaklega auðvelt með að vinna sér inn traust starfsmanna af ólíkum uppruna, talar mannamál en er á sama tíma fagmaður fram í fingurgóma. Hún er mjög inspirerandi í sínum innleggjum um samskipti og hamingjupælingar, á auðvelt með að stýra umræðum og hópavinnu, er hvetjandi, skipulögð, sveigjanleg og skapandi í sinni nálgun – svo er hún svo dásamlega skemmtileg, sem er ekki verra”
-
Ólöf Jóna Tryggvadóttir,mannauðsstjóri AÞ-Þrifa ehf.
,,Gerði þetta vel og náði hópnumn strax á flug, sem er vel gert þar sem hópurinn sem svo blandaður og er ekki að hittast reglulega. Það var svo mikil gleði í vinnustofunni, ískraði í sumum af hlátri”
-
Ívar Harðarson Sviðsstjóri þjónustu- og rekstarsviðs AÞ þrif
