Athyglisbrestur – ráð og dáð!

Hæ! Haltu þig við efnið baby – þetta kemur allt!

  1. Nýttu þér dagatöl, reminder, vertu með ,,to do lista” við höndina. Haldu líka fallega utan um allar hugmyndirnar þínar.
  2. Bútaðu niður verkin, í huganum, sjáðu fyrir þér, skipuleggðu hljóðlega í huganum, jafnvel skrifa niður bitana og haka svo við.
  3. Viltu hafa annan á línunni meðan þú sinnir þínu? Hér er forrit/síða – þú skráðir þig inn t.d. ,,ég ætla í 30 mínútur að skipuleggja emailin” og þá er einhver ,,live” á hinni línunni að gera sitt. Þetta hjálpar!!! https://www.focusmate.com/
  4. Kannski viltu nýta tölvu og síma, til að halda utan um verkin og plönin. En bara ekki láta það trufla þig – fara að horfa/skoða/ því þú vilt halda þig við eitt verkefni í einu
  5. Merktu inn tímafresti á verkefnum
  6. Taktu frá smá tíma á hverjum degi til að uppfæra to do listann. Hugsaðu þetta bara rétt eins og að tannbursta þig – pínku stund!
  7. Komdu skipulagi á hlutina heima og á skrifstofunni, óreiða er ekki að hjálpa.
  8. Hafðu mikilvæga hluti aðgengilega!
  9. Dragðu úr truflunum. Þetta gæti þýtt að skipta um vinnustöð svo hún snúi ekki að glugga, færa sig yfir í rólegra rými eða bara þagga niður í snjallsímanum og tölvupósti.
  10. Skrifaðu niður hugmyndir þegar þær berast þér. Þú gætir haft „aha“ augnablik fyrir eitt verkefni á meðan þú ert í miðju öðru. Það er í lagi, bara skrifaðu niður þessar fínu hugmyndir og komdu aftur að þeim þegar verkefnið sem þú ert nú á kafi í er lokið.
  11. Frestunarárátta: Frestunarárátta er áskorun. Í fyrsta lagi er erfitt að hefja verkefni vegna þess að oft viltu að það sé fullkomið, eða að þú ert hrædd(ur) við að þegar þú byrjar á verkefni verður þú fljótt annars hugar og skilur verkefnið eftir óunnið. Hvernig geturðu forðast þessar gildrur? Jú settu á verkefnalistann þinn líka leiðinlegu heimilisverkin og annað sem þér finnst leiðinlegt, blekktu sjálfa þig til að hefja svo vinnana eins og allt það sem er á ,,to do” listanum þínum.
  12. Taktu á tölvupósti, símtölum eða öðrum málum eins fljótt og þú getur. Þannig verða færri hlutir sem hanga yfir höfðinu á þér og yfirgnæfa þig síðar meir.
  13. Vertu klukkuvörður. Fáðu þér úr og vendu þig á að nota það. Því meðvitaðri sem þú ert um tíma, því meiri líkur eru á að þú getir forðast að eyða of löngum tíma í verkefni.
  14. Taktu eitt í einu. Fjölverkavinnsla er ofmetin fyrir alla – Einbeittu þér að því að klára eitt verkefni og farðu síðan yfir í það næsta.
  15. Vertu raunsær um tíma þinn. Þetta getur þýtt að þurfa að segja nei við nýjum verkefnum eða öðrum skuldbindingum.

Hugmyndirnar sem taldar eru upp hér geta hjálpað þér að takast á við ADHD hjá fullorðnum, en þær duga kannski ekki til að hjálpa þér að yfirstíga áskoranir fullorðinna ADHD. Íhugaðu að ráða ADHD þjálfara sem getur veitt þér fleiri aðferðir og gefið þér fleiri verkfæri til að takast á við ástand þitt.

Hér er líka dásamlegur listi af síðu adhd.is – ADHD Samtökin. 50 ráð. Mæli með:

https://www.adhd.is/is/fraedsla/greinar-um-fullordna-med-adhd/fimmtiu-god-rad-vid-adhd

Leave a comment