Að kynnast ókunnugum – Samskipti/Pálmar Ragnarsson

Allt í kringum okkur er fólk að lifa lífinu sínu. Við virðumst hvergi geta farið án þess að rekast á annað fólk. Gætum við gert líf okkar skemmtilegra með því að eiga í samskiptum við eitthvað af þessu fólki?Gætum við litið á allt þetta fólk sem tækifæri til þess að gera daginn betri, fyrir okkur sjálf og aðra?

Bókin hans Pálmars Ragnarssonar, Samskipti – finnst mér frábær bók! Hér koma glósur úr bókinni

Æfum okkur í því að hefja stutt samtöl við fólkið í kringum okkur:

•Setjum okkur markmið um að ræða við að minnsta koti eina ókunnuga manneskju í vikunni:

•Samtölin þurfa ekki að vera löng.

•Bara nokkrar setningar fram og til baka nægja

•Ef samtölin eru við afgreiðslufólk gildir ekki að tala eingöng um vöruna eða viðskiptin. Það telur aðeins ef við færum umræðuefnið út fyrir viðskiptin.

•Reynum að taka eftir því að æfingin verður auðveldari því oftar sem við gerum hana

Við hugsum kannski:

•Þessi manneskja vill pottþétt ekki vera trufluð

•Henni/honum finnst örugglega skrítið ef ég heilsa

•Ég vil ekki líta ut fyrir að vera asnaleg/ur

•Hvað ef þetta verður vandræðalegt?

En yfirleitt er það þannig að:

•Við gætum gert daginn skemmtilegri fyrir manneskjuna sjálfa

•Þetta er góð áskorun fyrir okkur

•Við höfum engu að tapa

•Það gerist ekkert hræðilegt

•Það er gott að stíga út fyrir þægindarammann

•Við gætum eignast nýjan vin/kunningja

•Þetta mun jafnvel gera okkar dag skemmtilegri!

•91% fólks finnst skemmtilegt þegar ókunnugir bjóða góðan daginn og nær engum finnst það leiðinlegt

•75% okkar þykir skemmtilegt þegar ókunnugt fólk byrjar stutt samtal við okkur og aðiens 7,5% þykir það leiðinlegt

Áhugaverð lesning t.d hér:

https://www.sykur.is/2018/40804/hvernig-a-ad-spjalla-vid-okunnuga-vandraedalaust/
https://www.dv.is/pressan/2019/6/19/thad-getur-verid-gott-fyrir-thig-ad-tala-vid-okunnuga/

Viðtal frá N4 við Pálmar Rangarsson: https://www.facebook.com/watch/?v=519234512143211

https://www.meaningfulpaths.com/how-to-make-friends-meet-new-people/

Leave a comment