Mældu hamingju þína
Hvað nýturðu mikillar hamingju? Þú heldur kannski að þú vitir það vel, en þetta litla próf
hjálpar þér að átta þig á stöðunni. Það var Edward Diener, einn af frumkvöðlunum í
hamingjurannsóknum, sem hannaði þennan mælikvarða á lífshamingju árið 1980.
Rannsóknafólk um allan heim hefur notað hann síðan þá.
Lestu fullyrðingarnar hér að neðan. Smelltu síðan á skalann frá 1 til 7 eftir því hversu
sammála þeim þú ert.
- Alls ekki satt
- Ósammála
- Frekar ósammála
- Hvorki sammála eða ósammála
- Frekar sammála
- Sammála
- Alveg satt
Líf mitt er nálægt því að vera fullkomið á flestan hátt.
1 2 3 4 5 6 7
Aðstæður mínar í lífinu eru framúrskarandi.
1 2 3 4 5 6 7
Ég er ánægð(ur) með líf mitt
1 2 3 4 5 6 7
Hingað til hef ég fengið það sem máli skiptir í lífinu.
1 2 3 4 5 6 7
Ef ég ætti að lifa lífi mínu upp á nýtt myndi ég nánast engu breyta.
1 2 3 4 5 6 7
Legðu saman tölurnar hér að ofan sem þú merktir við og aftan á blaðinu er lesið í
niðurstöður
Niðurstöður:
35-30 stig: Mjög ánægt
Fólk sem hlýtur þennan stigafjölda elskar líf sitt og finnst allt í sómanum. Lífið er ekki
fullkomið en það er eins gott og það getur mögulega orðið. Þó að þú sért ánægð(ur) viltu
sækja fram á við. Sífellt nýjar áskoranir eru ef til vill að einhverju leyti ástæða þess að þú
ert svo hamingjusamur/hamingjusöm. Fjölskyldan blómstrar, þú átt þér fjölda
tómstunda og þér gengur allt í haginn í lífi og leik.
30 – 25 stig: Ánægt
Fólk sem hlýtur þennan stigafjölda líkar lífið og finnst allt ganga vel. Auðvitað er lífið
ekki fullkomið en flestallt gengur vel. Þó að þú sért ánægð(ur) viltu sækja fram á við.
Sífellt nýjar áskoranir eru ef til vill að einhverju leyti ástæða þess að þú ert svo
hamingjusamur/hamingjusöm. Fjölskyldan blómstrar, þú átt þér fjölda tómstunda og
þér gengur allt í haginn í lífi og leik. Þú getur sótt í þig veðrið á þeim sviðum sem þér
finnst óviðunandi.
24-20 stig: Þokkalega ánægt
Þú ert með skor sem fellur undir meðaltal í þróuðu löndunum. Þú ert að flestu leyti
sátt(ur) við tilveruna en finnst skorta eitthvað á vissum sviðum. Öðrum finnst þeir þurfa
að taka sig á verulega á einstaka sviðum. Þeim finnst þó að lífshamingja sé raunhæfur
möguleiki sem hægt er að öðlast með því að gera vissar breytingar á lífi sínu.
19-15 stig: Fyrir neðan meðaltal
Fólk sem hlýtur þennan stigafjölda á við lítilvæg vandamál að stríða á flestum sviðum en
einn þáttur í lífi þeirra veldur þeim miklum áhyggjum. Ef þér líður svona vegna þess að
eitthvað kom upp á nýverið gætirðu jafnað þig á því eftir vissan tíma en ef þér hefur liðið
svona lengi er breytinga þörf. Stundum höfum við of miklar eftirvæntingar og verðum að
vera raunhæfari. Það er eðlilegt að glíma við tímabundna vanlíðan en stöðug vanlíðan
vegna ýmissa þátta í lífi þínu kallar á breytingar. Það er hægt að bæta sig á einstaka
sviðum og öðlast þannig lífsfyllingu en almenn vanlíðan hamlar þér að ná markmiði
þínu.
0-14 stig: Óánægt
Fólk sem hlýtur þennan stigafjölda er alls ekki ánægt með lífið. Því vegnar illa á sumum
sviðum og eitt og annað er í tómu rugli. Ef þú ert óánægður/óánægð vegna láts
fjölskyldumeðlims eða vinar, skilnaðar eða vandamála í vinnunni gæti leiðin legið upp á
við eftir vissan tíma. Ef þér hefur liðið svona í langan tíma, bæði í viðhorfi til lífsins og í
leik og starfi verður þú að breyta lífi þínu. Óhamingjan stendur í vegi fyrir þroska þínum
og þátttöku í lífinu og það gæti hjálpað þér að ræða við vin, prest, ráðgjafa eða sálfræðing
til að komast á rétta braut. Jákvætt viðhorf er þó fyrst og fremst undir þér komið.
sjá:
https://www.actsweb.org/happiness_test.php

