Af öllum 24 styrkleikunum sem prýða okkur manndýrin, þá eru þessir einna helst í fylgni við hamingju – þótt að það að nota/dvelja í eigin styrkleikum er það sem gefur mestu hamingjuna, en af þeim allra hamingjusömustu skv. rannsóknum ViaCharacter.org rannsóknarstofunni – 75% þeirra eru með alla vega einn af neðangreindum styrkleikum:
- Lífsorka (zest)
- Von
- Þakklæti
- Ást
- Forvitni
Lífsorka, sennilega af því það þýðir að þú kemur hlutum í verk, von – af því það gefur hugarró að vera bjartsýnn og vonglaður. Þakklæti sem styrkleiki sýnir að það liggur viðkomandi nærri að upplifa þakklæti, ást – eykur líkur á að þú hafir fólk í kringum þig og sért í uppbyggilegum samskiptum og fovitni sem mannkostur gerir þig spenntari fyrir hverjum degi en sá sem er ekki forvitinn, það er góður eiginleiki til að eldast með. Reyndu að vera alltaf byrjandi í einhverju, allt æviskeiðið – það er ráð til þeirra sem vilja halda sér lengur sprækum!

Algengustu styrkleikarnir – þ.e. skora oftast í top 5 – eru hins vegar: Góðmennska, sanngirni, heiðarleiki, þakklæti og dómgreind.
