„Það er alltaf barátta innra með mér” – eins og slagsmál milli tveggja hunda!

„Þetta er hræðileg barátta og hún er á milli tveggja hunda, sagði pabbinn við son sinn um hina innri baráttu sem getur átt sér stað inn í hverri manneskju. ,,Annar hundurinn er illur – hann er reiður, fullur af öfund, sorg, eftirsjá, af græðgi, hroka, sjálfsvorkunn, sektarkennd, gremju, minnimáttarkennd, lygum og fölsku stolti.

Hinn hundurinn, sagði pabbinn, ,sá er glaður og góður, vill vinna að friði, ást, von, æðruleysi, auðmýkt, góðvild, velvild, samkennd, örlæti, sannleika, samúð og trú”

,,Pabbi pabbi, hvor hundurinn sigrar í baráttunni?”

,,Það er nú ekki svo flókið,, svaraði pabbinn ,,það er sá hundur sem ég fóðra betur”.

Þ.e.a.s. það hugarfar sem við þroskum með okkur, temjum okkur og reynum að halda að okkur, það vex og sigrar 🙂

Leave a comment