Æfing. Settu þig í spor annarra

Þegar þú vilt setja þig í spor annarra, þá er gott að vera með virka hlustun, hlusta vel, kinka kolli, ekki gefa ráð – nema beðið sé um. Spyrja spurninga þannig að þú fáir að sjá ,,veröldina” með augum hins. Hvetja til að segja þér meira.

Slakaðu á í líkamanum og sendu skýr skilaboð um að þú sért að hlusta. Virk hlustun er kjarninn í samkennd. Þegar þú hlustar á einhvern sem þú vilt hjálpa skaltu sýna skilning þinn með því að hvetja hann til að halda áfram að tala.

Slakaðu á andliti og öxlum og kinkaðu kolli öðru hvoru þannig að líkamstjáningin segi þeim að þú sért opinn fyrir að hlusta. Viðurkenndu reynslu þeirra eins og ,,já ég skil, ég held ég skilji hvernig þér líður”.

Bíddu með að gefa ráð. Kannski er þér ekki ætlað að gefa ráð, bara hlusta. Ekki gefa ráð nema beðið sé um, en ef þér finnst þú verða að gefa ráð, skaltu fá leyfi hjá viðmælandanum til að gefa ráð.

Sýndu hlýju, vert blíð/ur og vertu ófeimin að sýna viðkvæmni. Það er gjöf að fá að deila sameiginlegri mannúð, við erum að heiðra þar með hvort annað, sjálfan þig og aðra.

Gæska er okkur í blóð borin, við viljum finna til með öðrum og hjálpa, það er stór hluti af okkar mennsku. Samfélög þar sem ríkir gæska ná lengra en önnur samfélög. Taugasálfræði – ef þú sérð öðrum líða illa, verður áreiti á svipuðum stað í þínum heima og hjá viðkomandi. Hér er gott viðtal við Dacher Keltner:

Leave a comment