Íslensk sumarnótt, litir og sálfræði

Birtan á Íslandi er engu lík. Skuggarnir breytilegir eftir mánuðum, litir og birta, kuldi eða blíða. Himinn bláminn, tærleikinn, skýrleikinn. Fátt jafnast á við bjarta íslenska sumarnótt sem dæmi.

Litir eru stórkostlegt fyribæri. Þeir snerta allt sem við gerum, er allt í kringum okkur allar stundir og við varla tökum eftir þeim. Við erum ómeðvitað að velja okkur liti alla daga, í klæðnaði, mat, hvað við kaupum, hvernig við slökum á, hvernig við fáum okkur fyrsta morgunbollann.

Hugsið ykkur, ef ekki væru litir. Hvernig myndir þú vita hvort matur væri í lagi eða ekki? Hvernig myndum við vita hvort flugan sem settist á okkur væri hættuleg eða ekki?

Þear við tengjumst litum, erum við að tengjast tilfinningum okkur. Við tjáum okkur ómeðvitað með litum.

Litir fara í gegnum augun en fara líka beint í hjartað.

Litir í náttúrunni – hefur margur maðurinn reynt að koma inn til sín. Fáir kannski náð því eins vel og Gaudi í kirkjunni Sagrada Familia í Barcelona. Ég var að koma frá Barcelona og borgin fylgir mér smá enn …. gleymi ekki líka Tónlistahöllinni þeirra, Palau de la Musica Catalona. Fannst ég vera komin til himnaríkis er ég gekk inn salinn og orgelpíanóið spilaði ódauðlegt stef.

Palau de la Música Catalana in Barcelona

Leave a comment