Viltu bæta samskipti þín við fullorna barnið þitt?

Hér eru ráð úr Psychology Today, sumar 2024.

Foreldrar geta átt það til að hrekja fullorðna barni sínu frá sér óvart, með því að bregðast við með skyndilegum og fljótfærnislegum orðum.

Hér eru 8 atriði til umhugsunar. Svo ekki skapist óþarfa gremja eða reiði sem hrekur þá frá okkur sem við elskum mest. Kannski má reyna aðrar leiðir en hingað til hafa verið notaðar. Gæti styrkt samband foreldris og fullorðins barns. Hér eru 8 ráð:

  1. Óumbeðin ráð: Þegar uppkomna barnið ber upp vandamál, gæti foreldrinu hætt til að fara strax í að gefa ráð og vera með lausnir. Kannski finnst sumum uppkomnum þetta henta sér vel, en öðrum finnst betra að fá skilning og staðfestingu á líðan sinni og stöðu. Dæmi ,,ég heyri að þetta hefur reynt mikið á þig” . Unga manneskjan má í svona tilvikum hreinilega segja ,,mamma/pabbi, ég þarf EKKI ráð núna, eruð þið til í að bara hlusta?”
  2. Gera lítið úr vandanum: Stundum fara foreldrar að reyna að gera minna úr vandanum en ástæða er til, til að reyna að létta á einstaklingum, segja kannski,,vertu bara þakklátur fyrir að hafa þetta vandamál frekar en að …”. Þetta getur gert sársaukann eða þjáninguna verri, því það er verið að gera lítið úr líðan. Þakklæti er eitthvað sem best er að maður finni bara hjá sjálfum sér en sé ekki troðið upp á mann.
  3. Stundum öfundar foreldrið uppkomið barn sitt sem er jafnvel kominn í betri fjárhagslega stöðu en foreldrið og gerir því lítið úr vanda þess, hættu því – vertu til staðar, hlustaðu og sýndu hluttekningu þótt þér finnist vandinn kannski ekki svo stór.
  4. Stundum hættir foreldrinu til að snúa umræðunni eða vandanum yfir á sjálfan sig, að þau hafi lent í svipuðu og hvað þau hafi þá gert. Þá þarf uppkomna ,,barnið” að stoppa foreldrið sitt og segja ,,núna þarf ég að láta þetta snúast um mig takk – ég er að vinna með þetta núna”
  5. Sumir foreldrar reyna að snúa vandanum upp í eitthvað grín, til að létta stemminguna… vita ekki hvað annað þau geta gert. Stundum þarf bara að hlusta. Kannski seinna hægt að gera gott úr með djóki.. en ekki á þessari stundu.
  6. Stundum fara foreldrar óvart að vísa í eitthvað gamalt, setja jafnvel stimpil á málið eins og ,,já þú hefur alltaf verið fyrirferðamikil/feiminn o.s.frv. ” …. og það getur verið sársaukafullt að heyra að maður sé fastur aftur í gömlu fari, frekar bara vera til staðar.
  7. Sumir foreldrar verða bara mjög vandræðalegir á svona stundu, líta undan, setjast niður og þegja eða reyna að skipta um umræðuefni. Sýna að þeir ráða ekki við að mæta barni sínu á þeirra forsendum. Eða eru að bregjast við eins og þeirra foreldri brást sjálft við forðum. Við festumst jú öll gjarnan í því að nota þau verkfæri sem voru notuð á okkur sjálf þótt þau hafi ekki virkað þá og virka ekki heldur nú. Reyndu að fyrirgefa þér sjálfum/sjálfri.
  8. Ef foreldri bregst mjög sterkt við, jú vissulega sýnir það ást að fara að gráta eða sýna sterk viðbrögð, en það getur líka sýnt að þau ráði hreint ekki við samræðurnar og þetta er sennilega að gera ógagn í samskiptunum og fælir frá.

Byggt á greininni ,,8 ways parents words can Trigger Adult children” bls. 31 í Psychology Today.

Mæli líka með þessari grein um sama efni og að foreldrið megi endilega líka fyrirgefa sjálfum sér að vera ekki fullkominn: https://www.nbcnews.com/better/lifestyle/your-adult-child-resents-way-you-parented-them-here-s-ncna1042081

Leave a comment