Höllu Tómasdóttur forseta, kjörin í dag, talaði mikið um seiglu í ræðu sinni. Hún er sjálf gangandi dæmi um seiglu! Hana langaði það mikið að verða forseti, að hún bauð sig tvisvar sinnum fram. Í fyrra skiptið varð hún í öðru sæti, eftir mjög dræmt fylgi fyrstu vikurnar, sem óx síðan á lokasprettinum mjög hratt, eftir kosningar var mörgum á orði að sennilega hefði Halla unnið ef kosið hefði verið um 1-2 vikum síðar en gert var. Halla bauð sig aftur fram 8 árum síðar og fékk í fyrstu kringum 5% fylgi eða minna og var hún hvött til að hætta við framboðið. Aftur gerðist hið óvænta, því meira sem Halla komst í viðtöl og kappræður, fór fylgið af stað og óx hratt.
Hugsa sér, bíður sig fram 2x, og fer í bæði skiptin úr mjög litlu fylgi í byrjun í mikið! Þvílíkur sigur, þvílík fyrirmynd, þvílík seigla, þvílíkt ljós í myrkri með lifandi lífi!
Hún sýndi okkur, að ef það er vilji er allt hægt!
Raunveruleikinn er stundum lýgilegri en skáldsaga.
Hér eru tvær flottar fyrirmyndir – brjóta blað í sögunni, halda ótrauðar áfram, svara gagnrýni af visku og styrk, setja mörk, hafa ástríður til að þjóna þjóð sinni, gefast ekki upp þótt á móti blási, ryðja braut og sýna fallega framkomu.
Hlakka til að fylgjast með nýja forseta vorum! Heill þér Halla!!

