
Hér er nú ansi gott dæmi um hvernig hversdagsleg samskipti geta verið ánægjuleg og hamingjuaukandi. Það hefur komið í ljós að það að tala við ókunnuga, getur gert daginn betri. Fyrir báða. Enn virða ber þó mörk þeirra sem ekki kjósa slík samskipti og koma þeim skilaboðum frá sér með því að snúa frá eða svara stuttlega til baka sem dæmi.
Ég man sjálf eftir svona viðskiptaháttum og hlýlegum samskiptum, þá var ég lítil stelpa og afgreiðslukonurnar í mínum huga gjarnan heldri konur. Samskiptin voru jafnvel sætara en sætindin og ákveðið uppeldi fór fram, því ef maður var sérlega kurteis og elskulegur fékk maður stundum meira nammi í pokkann enn maður greiddi fyrir. Þá leið manni eins og maður væri meira að segja góð manneskja 🙂
Hér er gott sýnishorn um þægileg samskipti kringum innkaup – og svo meira blog um félagslega töfra, sem hét hér áður bara ,,venjulegur dagur”.
https://www.youtube.com/watch?v=pQEH5ssu64w
