Að halda dagbók er mjög gott fyrir sálartetrið. Það gæri verið spennandi að prófa að skrifa í heila viku, í 7 daga, fimm hluti sem þú ert þakklát fyrir. Að ná að skrifa þrennt, er fín byrjun! Og ekki alltaf skrifa það sama 🙂
Rannsóknir gefa til kynna að við það að halda þakklætisdagbók, upplifum við vellíðan, betra skap og meiri bjartsýni – og auðvitað meira þakklæt sem er æðisleg tilfinning!!!
Af hverju?
- Jú hjálpar þér að einbeita þér að því jákvæða, því sem þú hefur, ekki því sem þú hefur ekki
- Ef þú ert að lifa góðu lífi og lífið fullt af frábæru fólki, getur verið auðvelt að taka því sem sjálfsögðum hlut, að skrifa svona dagbók hjálpar þér að muna hvað þú hefur gott fólk í lífi þinu
- Eykur samkennd og hjálpar þér að ná frið í sálina og sátt
- Eykur núvitund, vera meira til staðar hér og nú
- Hjálpar okkur að vera meðvituð um hluti sem hafa jákvæð áhrif á líf þitt
Og hér eru ágætar þakklætisæfingar:
- Skrifaðu um eina manneskju í lífi þínu sem þú ert þakklátur fyrir.
- Hverjir eru fimm hlutir sem þú elskar við borgina sem þú býrð í?
- Hvað er eitthvað eitt lítið sem þú ert þakklátur fyrir í dag?
- Hvað gerðist gott í síðustu viku sem þú ert þakklát/ur fyrir?
- Hvaða matur gefur þér tilfinningu um þakklæti?
- Hvenær hlóstu síðast innilega?

