Núna eru erfiðir tímar sögulega séð, bæði stríð og uppgangur hugmyndafræði sem heftir frelsi fólks til athafna svo sem kvenna, samkynhneigðra og minnihlutahópa.
Þjáning er hluti af lífinu. Kannski erum við öll dálítið brotin, en það má segja að vegna brotanna nær ljósið að skína í gegn. Vonandi gegnum djúpa dali, sjáum við tækifæri að lokum til þroska, og að átta sig á að lífið er í tímabilum. Þótt eitthvað eitt sé í ólagi, er ekki þar með sagt að allt sé ónýtt, né að þetta tímabil sé endilega langvinnt. Og þótt allt sé þér í óhag, er ekkert víst að það sé þér að kenna.
Nýju vísindin um að blómstra í gegnum þjáningu einblína á meðfædda mannlega getu til að umbreyta myrkri í ljós.
Jákvæð sálfræði hjálpar okkur að sjá tækifæri til að halda áfram, verkfæri hennar hjálpa okkur að fá kraft til að takast á við hindranir og erfiðleika.
Vertu með á næsta námskeiði!
Það verður námskeið hjá Endurmenntun Háskólans á Akureyri. Einnig staðnámskeið í Ármúla 6, hefst 3. janúar. Einnig verður netnámskeið sem varir í yfir 8 vikur, með markþjálfun í upphafi og lok og það námskeið hefst 10. janúar.
Vertu með, vertu í bandi
Hrefna Guðmundsdóttir hrefnagudmundsdottir@vmst.is

