
Þegar allt fer í hunk, hvað er til ráða, gefast upp eða standa upp?
Vera fórnarlamb eða gerandi í eign lífi?
Sá sem rekur þetta kaffihús er alla vega ekki að baki dottinn 🙂
,,Að eigna sér sína erfiðleika” sýnir hugrekki, djúpa sjálfsvirðingu, að taka rými og að móta frásögnina sjálf-/sjálfur.
Þegar einstaklingur „owns it“, þá er hann ekki að fela, hann er ekki að skammast sín né reyna að gera eitthvað ósýnilegt.
Sonur minn, 22ja ára- lendir í 4 heilauppskurðum – hvað gerir ungur maður sem lendir í svona, með sítt dökkbrúnt hár? Jú hann rakar af sér hárið helminginn af hausnum og svo í andlitinu ,,hinu megin” – og þar með er með hálft skegg. Þetta finnst mér besta dæmið um ,,own it” sem ég þekki persónulega – þarna- akkurat á þessum punkti þegar ég spurði ,,vá… hvernig datt þér þetta í hug” þá svaraði hann ,,jah.. í þessari stöðu? þú bara own it” 🙂 þú bara eignar þér þetta svo maður tali góða íslensku.

Ef þú gengur með þér, gengur með sögu þinni eða inn í hana – finnur þú að þú verður heillri, verður ekta, ert i sjálfsvirðingu, sjálfsþekkjandi og heiðarleg/ur og laus við skömm og feluleik.
Ef maður forðast eigin sögu eða reynir að fela hana, þá fer lífið að snúast um að reyna að sýna öðrum að þú sért nóg, leitar að samþykki, ferð að þóknast og bæta upp hlui sem þú skammast þín fyrir og ferð að byggja upp sjálfsvirði þitt á árangri, útliti, stöðu og frammistöðu (Brené Brown kallar þetta ,,hustling for worthiness”, eilíft áreiti inn á við, vera alltaf að sanna sig).
Þetta allt – kenndi sonur minn mér! og staðfestir það sem Brené Brown sagði 🙂
