Við erum öll á fullu, er það ekki. Tala við fólk, kynnast, sinna, erindast, hver í sínu – grípum í símann, heyrum í fólki gegnum ,,messanger”, erum á fullu að gera allskonar… BANG… af hverju er unga fólkið okkar einmanna og kvíðið? – meira einmanna og kvíðið og gamla fólkið okkar sem hefur misst sitt fólk og veit það á ekki endalausan tíma?? Er þetta tabú sem við þurfum að brjóta? henda skömminni, ert ekki eins ein/einn um þetta eins og þú heldur.
Hér er góð umræða, sem fór fram á gamlárskvöld – hjá henni Operah okkar í stóru bandaríkjunum 🙂 og hér talar hún við geðlækni og um einmannaleikann. Ef ég dreg saman ráðin þá eru þau nokkur t.d. nei við þurfum að vera líkamlega nálægt vinum reglulega og ættingum, við líkamlega græðum á því að vera í nánd og tengslum (blóðþrýstingur, bólgur o.s.frv.). Jebb. Vera líkamlega í nálægt við annað fólk, já við erum oft sorgmædd og einmanna og líður ekki vel – ekki gleyma því að þú ert ekki ein/einn, reyndu að ná tengslum við fólk sem hefur svipaða sögu, reynslusögu, er að upplifa svipað – það er svo gott að hitta fólk í svipaðri stöðu og maður sjálfur Hlúðu að: 1. Þjónustaðu – bara samfélagið, fólk, út frá því sem þú ert góð í, gera við, hjálpa, afhenta, afgreiða.. hvað sem það er – hlúðu að þjónustu inni inn í samfélagið og við þitt fólk 2. Hlúðu að tilgangi þínum, gefðu lífi þínu merkingu – getur gert það gegnum áhugamál, vinnu, fólkinu þínu, samfélaginu, börnum, barnabörnum, foreldrum, ættingjum og vinum, gerðu það sem þú ert góður í og þú upplifir tilgang þinn! 3. Tengsl – vertu nálægur/nálæg, ínáanleg – ínáanlegur – hittu vini og ættingja og nágranna (í þessari röð) – jú netið hjálpar en þú þarft líka að vera í líkamlegri nánd til að líða vel.
Það er munur á sorg og einmannaleika, hittu aðra sem hafa líka misst. Og … leyfðu þeim sem eru farnir að vera nálægt þér í hjarta og huga, jafnvel talaðu við þau – þau eru áfram hjá mér þannig og það er góð tilfinning.
Það var líka gott spjall um hvað er að vera einmanna eða njóta þess að vera einn – hvað ertu að gera þegar þú nýtur þess að vera einn? Og að eiga stund í þögn með fólki, það er líka dýrmætt, bara þora að vera til, anda, við þurfum ekki alltaf að vera að gera eitthvað, vera á fullu, þeysast, bara vera er flott! Ef þú ert introvert – þá mundu þú þarft að vera ein/einn, til að hlaða batteríin. Extravert – félagslyndir, þurfa líka smá tíma fyrir einveru. Sem sagt, einvera eða einmannaleiki – jah… staldraðu við – getur þú nýtt stundina betur og þá snúið á einmannaleikann?
Hér er þetta góða viðtal sem ég mæli með:

