Það er mikilvægt fyrir vellíðan í vinnu að okkur finnst starfið vera til einhvers. Bæði persónulega og helst líka faglega.
Það er hægt að efla tilfinningu fyrir merkingu í starfi og það virðist geta aukið vellíðan og aukið arangur.
Starfsmenn vilja finna að þeir hafi rödd, að þeir skipta máli, að það sem þau gera í starfinu skiptir máli. Vera með í liðinu – að allir séu að vinna með sömu gildi og sömu markmið og ekki er svo verra að farið sé yfir reglulega hvernig hefur gengið og haldið upp á árangur.
Áhugaverð rannsókn sýndi að nemendur háskóla eins sem unnu á úthringiveri til að efla styrkja fyrir skólann og nemendur, ef þau fengu kynningu í byrjun, bara nokkra mínútna videói þar sem fyrrum nemendur sögðu frá því hvað námsstyrkir hefðu skipt þau miklu máli, að þar með gátu þau lokið námi sínu o.s.frv. – þau skiluðu meiri styrkjum og voru ánægðari í vinnu, en þeir sem bara renndur sér beint í úthringinuan með handrit. Án þess að hafa fengið að sjá myndböndin.
Þetta skilaði sér í dugmeiri úthringinum og meiri styrkir skiluðu sér. (A. Grand, 2007, Relational job design and the motivation to make a prosocial difference. Adademy of Management Review 32. 3953-417).
Adam Grant minnir hér á, að það er vanmetið að það sem kveikir í okkur mannfólki er að hjálpa öðrum.
Ef við vitum að það sem við erum að gera hjálpar öðrum, að vita að þú tilheyrir einhverju stærra, að vera að gera gott – skilar okkur betur áfram. Skilar meiri árangri.
Viðtal við Adam Grant, um Motivation at Work

