- Búðu um rúmið þitt. Setur tóninn fyrir daginn.
- Innri sturtan þín – þ.e. drekktu vatn. Í upphafi dags. Miðjan dag. Lok. Heitt, kalt og volt.
- 2 mínútur sem þú skokkar eða sippar – bara hristir þig í gang!
- Farðu út í dagsbirtuna – dragðu í þig D vítamínið, sólina, birtuna – þegar býðst! Sem mest. Sem oftast. Utandyra er hamingjuna að finna!
- Settu smá to do lista og markmið fyrir vikuna – hjálpar upp á fókus, átta þig á því hvað það er sem þú vilt, hver þú ert og hvert þú vilt fara 🙂
- Lestu góða setningu í upphafi dags (annað en símann!) – ljóð/spakmæli/bæn
- Vökvaðu blómin – eða vökvaðu einhvern annan en sjálfa þig alla vega á hverjum degi
- Settu stundum kalda vatnið á í sturtunni!
- Sendu einhverjum góðann daginn – skilaboð eða fyrir nóttina
- Settu símann oft á flug-tenginguna – bara zona út úr símanuuummmm, feldu hann, hleddu hann annarsstaðar en alveg ofan í þér
- Finndu leið til að kveðja vinnuna – eitthvað stutt ritual. Fara yfir skrifborðið, hlaða tölvu – búðu til 2ja mínútna ritual þar sem þú kveðjur vinnu dagsins
- Haltu dagbók yfir ,,gullmóment” dagsins! Skrifaðu/lýstu/mynd/þakklætisæfingin gæti verið þessi fína leið

