Líf mitt í nýju ljósi. Þarftu að endurskrifa þig? endurræs? Sjá með nýjum ferskum augum?

Skrifa nýjan „söguþráð“

Ertu orðin soldið þreytt á einhvern veginn að vera föst í einhverjum pitti, hugsana pitti.

Prófaðu að sjá sögu þína með því að skrifa hana niður í nýju ljósi og þá í bjartari tóni, litum, skrifaðu um þig eins og sigurvegara. Hverju þú hefur lent í og hvernig þú hefur sigrast á því. Hvernig tap þitt hfeur orðið að þínum sigri. Lýstu aðstæðum á jákvæðari hátt, uppbyggilegri, með áherslu á styrkleika þína, trú, af kærleika til þín og annarra, með áherslu á möguleika og tækifæri.

Þetta gefur verið virkilega endurnærandi og leikbreytir ef vel tekst til!

Spurðu þig spurninga eins og:

Hvað hefur þú lært?

Hvaða mannkostir eða styrkleikar hafa hjálpað þér mest?

Hvaða manneskjur eða hópur/félag/vinir hafa hjálpa þér mest?

Hvaða hlutverk spilar þetta inn í líf þitt í stóru myndinni?

Hvenrig myndi einhver sem þú lítur upp til, segja frá þinni sögu? Yfirmaður þinn?

Hvernig myndi barn segja frá þínum vanda? besta vinkona? ósýnilegi frábæri ráðgjafinn – hvernig myndi hann segja frá þér og þínum vanda/lífi?

Hvað myndi ég ráðleggja vini í sömu stöðu?

Hvernig getur þessi reynsla hjálpað mér að þroskast?

Er til önnur leið til að hugsa um þessa stöðu sem gefur mér von eða stjórn?

Auka spurningar:

Ímyndaðu þér að þú gætir skrifað þakklætisbréf til þessa vandamáls. Hvað myndirðu segja því fyrir að kenna þér?“ (breyta vandamáli í tækifæri og þróun/þroska)

Önnur leið til að endurhugsa/endurskrifa líf sitt.

Skráðu lífstréð þitt. Stóru steinanna. Stóru ákvarðanirnar. Vinnustaði. Fólk sem þú hefur kynnst, og hefur haft áhrif á líf þitt. Taktu þér penna við hönd og blað og kortleggju mikilvæga lífsreynslu þína. Lærðu að tengja núverandi vandamál við fyrri sigra. Þetta hjálpar til, við að sjá áskoranir og lærdóma sem hluta af stærra ferli.

Nú svo má líka alltaf bara teikna vandann! teikna lausn, úrræði, lýsa vandanum, vinna úr þessu gegnum listræna túlkun!! Svínvirkar! Teikna, skrifa, semja tónlist, sálm, ljóð, bók!

Leave a comment