Von

•Settu þér markmið: Ef þú finnur fyrir vonleysi og finnst þú standa frammi fyrir óyfirstíganlegu vandamáli, skaltu reyna að finna þér einhvern tilgang. Að finna tilgang getur hjálpað þér að setja fókusinn á eitthvað annað en vandamálið og vonleysið. Hugsaðu um eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að gera. Það þarf ekki að vera neitt risa stórt né þurfa að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt. Þess vegna að klára bók sem þú hefur alltaf ætlað að klára.

• Finndu þér eitthvað að hlakka til 🙂 eins og stefna á smá helgarferð, eða leyfa þér góðan kaffibolla á nýju kaffihúsi, fara í gufuna, leikhús, hitta góða vinkonur eða vin, fara í nudd eða freyðibað. Stundum geta minnstu hlutir sem við ákveðum fram í tímann komið okkur í gegnum daginn og veitt okkur von!

Fylltu út setninguna; Morgundagurinn veður betri .. ég get ekki beðið eftir því að ……………..

• Finndu eitthvað sem þér finnst áhugavert og kynntu þér söguna- gæti verið saga um garð í nágrenninu, safn, ertu búin að kynna þér allt um uppáhalds leikstjórann þinn? uppáhalds skáldið þitt? eða uppáhalds bíltegundina þína? ertu farin að kynna þér pottablómið þitt, þ.e. uppruna, frá hvaða landi? saga þess? kynnt þér t.d. ítalska matarmenningu eða franska, er einhver borg sem þú getur kynnt þér? saga Napoleons eða saga uppáhalds bjórsins þíns? Nú svo er það t.d. Gaudi …….

Byggt á bókinni hér fyrir neðan:

Von

Leave a comment