Hvað þarf til, til að komast í flæði?

Flæði er hugarástand, þar sem þú týnir tímanum, ert fókuseruð/aður, verður ekki fyrir truflun og þú finnur að þú ert að ráða við þetta mjög krefjandi verkefni… upplifir frelsi hugans til að takast á við þetta… enginn veit hver niðurstaðan verður – enn þú ert um það bil að komast þangað. Og þetta er það gaman að þig langar að upplifa/gera þetta sama aftur. Þetta hugarástand, flæðið – þá er líklegast að þú náir hámarks árangri, ert á hámarki sköpunargáfunnar og þetta er ástand sem skapar oft það sem er frammúrskarandi í heimi lista, sköpunar, viðskipta, íþrótta og fleirra. 15% upplifa aldrei flæði skv. rannsóknum enn margir upplifa það oft í viku. Þetta er allt frá því að gera hversdagslega hluti eins og að strauja eða taka til, upp í að skapa ódauðleg listaverk.

Til að komast í flæði, lýsir Mihaly Csikszentmihalyi ákveðinni umgjörð eða aðstæðum sem eru nauðsynlegar. Ekki verða fyrir truflun, fá eitt verkefni sem þú getur sett fulla athygli á, þú nærð árangri fljótlega og heldur áfram og getur meira og meira. Þú hefur frelsi til athafna, við þetta verk. Upplifir frelsi hugans, týnir tímanum og týnir sjálfum þér eiginlega í verkefninu. Gleymir þér.

Hér er mynd til skýringar. Þetta flæði gerist þegar það er samræmi milli getu og áskorunar. Ef það er of mikil áskorun og skortur á hæfni, þá kallar það á kvíða. Ef þú hefur mikla hæfni en færð ekki áskorun við hæfi, þá fer þér að leiðast, verður döpur/dapur, getur orðið þunglynd/-ur.

Hvað hjálpar til að komast í flæði?

  1. Skýrt afmarkað verkefni – eða skýrt markmið. Ljúka verkefni með ákveðnum gæðum eða innan ákveðins tímaramma. Markmiðið hjálpar til við að veita einbeitingu og stefnu
  2. Jafnvægi milli áskorunar og færni. Hæfni er þanin til hins ýtrasta, líkamlega og/eða andlega af því áskorunin er það mikil. Ef áskorunin er of létt, þá leiðist þér. Ef of mikil, þá kvíði og streita sem getur dregið úr gæðum. Verkefnið þarf að vera það krefjandi að það ýtir undir áhuga, enn ekki það erfitt að það verði yfirþyrmandi.
  3. Finnur þú ræður við þetta, endurgjöfin er með þeim hætti að þú leggur þig allan fram (getur verið endurgjöf frá manneskju eða bara innri hvati, finnur þú ræður við þetta, ert góð/ur í þessu og heldur áfram.
  4. Fullkomin einbeiting – engin truflun eða lágmarks. Týnist í verkefninu.
  5. Finnst þér þú hafa stjórn á aðstæðum eða verkefninu. Finnur að verkefnið er innan þinnar getu
  6. Gleymir tímanum. Klukkutímar geta liðið eins og mínútur og öfugt.
  7. Viðkomandi verður einn með verkinu – hugsanir um sjálfan sig eða aðra, hverfa! Athyglin er algjör við verkefnið.
  8. Flæðið sjálft er umbunin – gleðin kemur innanfrá. Þarna kemur hamingjan innan frá – upplifir gleði, uppfyllingu, merkingu.

Hvernig má skapa umgjörð fyrir flæði á vinnustað?

  1. Gefa starfsfólki frelsi til að taka ákvarðanir og stjórna eigin verkefnum.
  2. Fólk á að vita nákvæmlega hvert markmiðið er og hvað er ætlast til af því.
  3. Samsvörun milli áskorunar og hæfni: Huga að því að verkefni séu hvorki of auðveld né of erfið.
  4. Minnka truflanir eins og stöðugar tölvupósttilkynningar eða fundi sem taka einbeitingu.
  5. Láta starfsfólk vita hvernig því gengur og hvernig það getur bætt sig.

Flæði er einstakt ástand sem getur gert vinnu og verkefni bæði árangursríkari og gefandi. Með því að huga að þessum atriðum getur fólk nýtt sér flæði til að hámarka líðan og frammistöðu.

https://www.psychologytoday.com/us/articles/199707/finding-flow

Og gleymum því ekki að leikskólinn Reykhóll, starfar eftir kenningu Mihaly Csikszentmihalyi.

Sjá: https://raudholsgledin.com/greinar/

Leave a comment