Til Jóhannesar, sonar míns

Ég elska þig

Ég er mjög mjög stolt af þér, vel lukkað eintak, yfirvegaður, klár, góður, hjálpsamur, sannur vinur, gott að vera með þér, gefur ró

Þú ert nóg!

Þú gerir mig hamingjusama ❤

Ég hef trú á þér!

Þakka þér fyrir

Ég er hér, þegar þú þarft á mér að halda

Þú ert hugrakkur!

Þú ert góð manneskja, kannsi smá of góður fyrir þennan heim

Það er hluti af lífinu að gera mistök, misstíga sig, rísa upp og halda áfram

Ég treysti þér

Þú getur erfitt

Þú ert mjög skapandi og úrræðagóður, lausnamiðaður og útsjónarsamur

Þú ert algjörlega einstakur! perla! einstök perla… og perlan mín!

Ég fyrirgef þér

Finnum út úr þessu, saman

Þínar tilfinningar skipta máli

Ég vil hlusta, ég heyri

Þú skiptir mig máli, þín líðan, þín velferð, þín hamingja og þín óhamingja, sigrar þínir og áföll

Já, mér finnst leitt, þegar ekki er allt fullkomið 🙂 og alltaf allt á uppleið 🙂 þá finnst mér það leitt

Þú skiptir máli

Þú mátt alltaf biðja um hjálp, og stundum bara verður maður að gera það til að komast áfram 🙂

Mér finnst gott að vera nálægt þér

Mér finnst gaman að gera eitthvað með þér

Þú ert mjög umhyggjusamur

Aldrei gefast upp!!

Þú ert að vaxa og þroskast á hverjum degi!

Þú færð alveg frábærar hugmyndir! og stundum segir þú eitthvað svo sniðugt að það hefur breytt mínu lífi!! t.d. þegar þú sagðir ,,mamma, þú ert listamaður”, eða ,,ekki of seint mamma” og þegar þú sagðir ,,þú átt að fá mér hund” – nú af hverju? jú þú elskar að fara út að leika, þú elskar að faðma börn og þú elskar gönguferðir! og þegar þú sagðir ,,mamma ég skora á þig að halda sýningu”!!!

Þú færð snilldar hugmyndir!

Það er skapandi og gefandi og gaman að vera í kringum þig!

Þú ert hæfur

Það er allt í lagi að hvíla sig

Þú ert frábær vinur

Þú hlustar vel – já vá það er sko satt!!!

Ég læri margt af þér

Þú ert ævintýragjarn – ójá!!! og hugrakkur!!!

Að þú sért til, gerir minn hvern dag betri

Þú ert hjálpsamur og elskulegur

Þú getur náð ótrúlegum árangri!!!! það hefur þú marg sannað!!!

Ég dáist að fróðleiksþorsta þínum!

Þú er mjög gjöfull! og þú gefur einlægar og fallegar hugulsamar gjafir!

Ég virði þig

Þú ert mjög lausnamiðaður

Þú ert hugulsamur

Þú ert alltaf velkominn að leita til mín og vera hjá mér

Þú nærð árangri

Ég er heppin að hafa þig í lífi mínu

Draumar þínir skipta máli

Ég elska hvernig þú hugsar, fræðist, ræðir, hvernig þú talar, hverju þú segir frá, ég er mjög stolt af þér, enda fallega þennkjandi, góður, áhugaverður og óvenjuleg týpa!

Þú ert dýrmætur

Þú ert mitt uppáhald, á hverjum degi.

Mamma.

Til Jóhannesar Hrefnusonar Karlssonar 28.01.25

p.s. þetta er akkurat það sem ég vildi sagt hafa, enn fattaði ekki að segja það sjálf, ég þýddi þetta úr þessum texta, enn guð hvað hann náði til hjarta míns og heila og segir akkurat það sem mér finnst satt og rétt og ég vil fá að segja við son minn og vonandi segi ég þetta bara oft við hann því þetta er satt og rétt – og mér finnst lýsa mínum syni einstaklega vel!!! Það er bara þannig. Takk net!!! Takk Jóhannes minn. Takk cosmó. Takk heimur!

Leave a comment