Facebook status – Ragnars Þórs Péturssonar kennara;
Haldið þið að það geti hugsast að versnandi geðheilsa ungs fólks á þessari öld geti haft eitthvað með það að gera að það hafi gleymst að færa minnisblað á milli kynslóða um að það sé regla en ekki undantekning að lífið sé hundleiðinlegt? Eðli vinnu sé að drepa alla úr leiðindum og hin litla sæla sé fólgin í því að njóta þeirra litlu nautna sem hverfular stundir á milli stríða bjóða upp á?
Að minnsta kosti finnst mér mín kynslóð hafa fengið þrautþjálfun í þessu viðhorfi því önnur hver bíómynd, bók eða teiknimyndasaga fjallaði um nákvæmlega þetta. Walter Mitty, Office Space, Calvin & Hobbes, Christmas Vacation, Fight Club, Se7en (rigning allan tímann), Ferris Bueller, Office…
Kynslóð sem býst við það að lífið sé ömurleg röð leiðinda er líkleg til að vera steinhissa á þó þeirri litlu sælu sem lífið bíður upp á. Kynslóð sem er alin upp við að lífið sé leikur og óendanlegt tækifæri til nautna verður döpur og niðurdregin þegar í ljós kemur að svo er ekki.
Getur hugsast að versnandi geðheilsa sé meira tengt því hugarfari sem tengt er við árið 2007 en þeirri uppfinningu sem fram kom það ár og við köllum snjallsíma?
Það gæti mögulega útskýrt það að versnandi geðheilsa var komin á skrið á undan bæði símum og samfélagsmiðlum.
Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari og var formaður Kennarasambandsins um tíma.


