Ekki veitir af að geta átt sjálfspepp til sín!
Hér eru æfingar:
- Staldraðu við, hvernig talar þú til sjálfs þín. Af hverju ertu að gera meiri kröfur til sjálfs þíns en annarra? Viðurkenndu að stundum ertu byrjandi, langar að gera betur eða þér hefur orðið á. Er ekki smuga að þú sért ekki sá eini/sú eina sem hefur orðið á í þessu lífi? ertu nokkuð ein í þeirri stöðu? Ef þú finnur að þú segir oft við þig ,,,ég get þetta ekki” eða ,,mér mun mistakast” þá ertu með ákveðið hugarfar. Gott að vita hvaðan þú ert að koma, viðurkenna stöðuna og gefa sjálfum sér sátt að gjöf.
- Þótt þú hafir ákveðið hugarfar og það verndi þig gegn mistökum (af því þú þorir kannski ekki að reyna) skildu að þú hefur samt val. Talaðu fallega til þín eins og ,,jah… ég get reynt” eða ,,Mér er ekkert að mistakast, ég er bara að læra – og það er gott að vera alltaf að læra, það er að vera almennilega á lífi!
- Áskoranir eru ekki af hinu illa. Geturðu reynt að vera tilbúin í áskorun frekar enn að flýja? Líttu á áskoranir sem tækifæri til að læra og vaxa. Framfarir og þróun taka tíma, vertu þolinmóð fyrir sjálfa þig.
- Mistök – er námstækni. Hefur þú lært að keyra bíl? lært að hjóla? orðið fyrir ástarsorg? Hefur þú ekki nú þegar komist yfir allskonar hindranir? Líttu á mistök þín sem hluti af þinni lærdómssögu. Greindu hvað fór úrskeiðis, greindu hvað þú getur gert betur og öðruvísi. Leitaðu ráða. Reyndu aftur 🙂
- Staldraðu við hvaða orð þú notar. Bæði þegar þú talar til annarra og ekki síst til sjálfs þíns. Settu inn t.d. orðið ,,ég get þetta ekki ennþá” frekar enn ég get þetta ekki. Settu inn frekar ,,ég ætla að læra af þessu” rekar enn ,,mér mun mistakast”. Smávægileg breyting á tungumálinu þínu gæti hjálpað til við hugarfarið þitt – í átt að vexti og þroska.
- Þroskaðu með þér elsku til að læra, til náms. Hvettu til forvitni um að læra nýja hluti. T.d. með því að lesa, fara á námskeið eða vinnustofu og prófa eitthvað nýtt. Gaman að öðlast allskonar sýn og reynslu. Haltu opnum huga, fáðu innsýn og kannaðu mismunandi sjónarhorn. Gangi þér vel!
https://emeritus.org/in/learn/online-learning-growth-mindset/

