Við erum félagsverur (Social Animals) – sjá bók 🙂 – fyrirgefiði, tólfta prentun á þessari stórkostlegu bók:

Nema hvað. Tengsl, samskipti, eru okkur lífsnauðsynleg! Bæði fyrir líkamlega og andlega vellíðan. Og nýjar rannsóknir segja að ungt fólk sé í minni tengslum við aðra enn fyrri kynslóðir, birtist m.a. í samantekt í The Happiness Report 2025 (birt 20.03.25).
Hér ætla ég því að tíunda nokkur dæmi og spurningar um hvernig hægt er að auka tengsl og bregðast við þessari þróun.
- Hvenær í lífinu hef ég upplifað sterkust tengsl við aðra? Hvað einkenndi þau tengsl?
- Er ég meðvitað(ur) um hvaða fólk í mínu lífi gefur mér mesta gleði og vellíðan? Hvernig rækta ég þau tengsl?
- Er einhver sem ég sakna að hafa ekki meiri samskipti við? Hvað stoppar mig í að ná betur til viðkomandi?
- Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar og tækni á mín daglegu tengsl? Er eitthvað sem ég vil breyta í notkun minni á þeim?
- Hvernig get ég verið betri hlustandi í samtölum? Hvaða litlu atriði gera samskipti mín sterkari og dýpri?
Þakklætisbréf: Skrifaðu til einhvers sem hefur haft jákvæð áhrif á líf þitt. Kannski hefur þú ekki sagt það við viðkomandi ennþá. Gætir jafnvel lesið bréfið upphátt fyrir viðkomandi.
Æfðu þig í djúphlustun. Reyndu að eingöngu hlusta í 5 mínútur á einhvern þér nákominn, spyrja dýpra, endurtaka jafnvel með öðrum orðum hvað viðkomandi er að segja. Notaðu samt aðallega líkamstjáningu og endurtekningu til að sýna skilning.
Í hóp – hver segir frá einu augnabliki í vikunni sem veitti viðkomandi gleði. Aðrir meiga spyrja útí, eða endurspegla það sem var sagt til að sýna áhuga og virðingu.
Góðverk. Gerðu óvænt góðverk. Sýndu gæsku. Allt frá því að bjóða góðan daginn, bjóða í kaffi, hrósa, spjalla við ókunnugan. Sjáðu hvernig það hefur áhrif á aðra, tengsl og hvernig þér líður eftir það.
Í okkar stafræna heimi eru tengsl orðin flóknari en áður. Margir hafa mikið af „nettengslum“ en upplifa samt félagslega einangrun. Tími sem varið er í skjánotkun getur dregið úr djúpum tengslum. Hvernig getum við fundið betra jafnvægi?Á sumum vinnustöðum og í borgarsamfélögum er samskiptaflæði mikið en djúp tengsl fá lítið pláss. Hvernig getum við hannað menningu sem stuðlar að nánari tengslum?
Getum við meðvitað byggt upp „tengslavenjur“ – eins og vikulegt símtal við gamlan vin, reglulegar samverustundir með fjölskyldu, eða meðvitaðan tíma í að hlusta betur á samstarfsfólk?
Tengsl eru ekki bara tilviljunakennd – þau eru færni og viðhorf sem við getum þjálfað og ræktað🌱💛
Nú sjá hér neðan næstu færslu, já jú jú baby 🙂

