Vel þekkt rannsókn frá 1973, hjálpar okkur að skilja mannlegt eðli.
Af hverju gerir fólk góða hluti fyrir aðra? (The good Samaritan)
Gerð var tilraun, eða rannsókn meðal 67 guðfræðinema í Háskólanum Princeton. Þeim bauðst að sækja um starf prests. Sem margir þeirra gerðu, eða töldu sig vera að gera og þeir áttu að halda erindi um a) um miskunnsama samverjann b) atvinnumöguleika presta
Þeir fengu þessa nemendur til að fylla út könnun. Í könnununum var fjallað að hluta til um hvort nemendur væru trúaðir fyrst og fremst af innri eða ytri ástæðum (þar sem „innri ástæður“ eru eins og „Ég er hvattur til að gera gott í heiminum“ og „ytri ástæður“ eru eins og „mig langar virkilega til að komast til himnaríkis.“).
Þátttakendum var öllum sagt að þeir þyrftu að ganga að nálægri byggingu til að fara í viðtal vegna starfsins og vera tilbúnir að ræða söguna um Miskunnsama samverjann. Þegar þeir þangað mættu var tekið á móti þeim og þar fengu þau misvísandi skilaboð. Þ.e. fyrst hópurinn – köllum hann hóp A fékk þessi fyrirmæli
A. Þú hefur nægaðn tíma, ert snemma í því, þú bara gengur þarna í rólegheitunum eftir ganginum og færð svo viðtal,verður kallaður inn.
Við hóp B. var sagt: Þau eru tilbúin að hitta þig akkurat núna, nú skaltu drífa þig og ekki vera of seinn/sein
Eða, fyrirmælin til hóps C. þau eru farin að bíða eftir þér svo þú skalt flýta þér.
Enn á leiðinni eftir ganginum, á leið í viðtalið, var þar manneskja á ganginum sem virtist vera í talsverðum vandræðum og umsækjendur þurftu nánast að klofa yfir til að komast leiðar sinnar (var veik/eða blöð út um allt).
Niðurstaða rannsóknarinnar var, að þeir sem voru trúaðir af innri þörfum eða ytri, það hafði engin áhrif á hvort þeir hjálpuðu einstaklingnum á ganginum eða ekki. Það eina sem skipti máli, var hvort viðkomandi taldi sig vera í tímaþröng, eða ekki.
Lítil tímapressa: ~63% hjálpuðu
Meðal: ~45%
Mikil tímapressa: aðeins ~10% hjálpuðu
Sem sagt.
Nemar sem voru að fara að tala um miskunnsama Samverjann voru jafn líklegir (eða ólíklegir) til að hjálpa og hinir — ef þeir voru í tímaþröng.
Þegar kemur að mannlegri hegðun þá stýrumst við líklega meira af aðstæðum heldur en af innri hvötum.
Þetta var rosaleg sýn á það að aðstæður geta yfirskrifað gildi okkar.
Varðandi vinnusálfræði, ef við yfirfærum niðurstöðurnar yfir á vinnustaði, þá má segja að:
- að fyrirtæki þurfa að draga úr streitu og hraða til að fá fram besta siðferðis- og hjálparhegðun
- að kerfi og skipulag geta ýtt undir eða hamlað samhygð
- að styrkleikar eins og kærleikur, samkennd og hjálpsemi blómstra helst í góðum skilyrðum
Heimildir
Darley, J. M., and Batson, C.D. (1973). From Jerusalem to Jericho: A study of Situational and Dispositional Variables in Helping Behavior. Journal of Personality and Social Psychology, 1973, 27, 100-108.
Ross, L., & Nisbett, R.E. (1991). The Person and the Situation: Perspectives of Social Psychology. New York: McGraw Hill.

