Vilborg Dagbjartsdóttir, ljóð

Þú segir: Á hverjum degi

styttist tíminn

sem við eigum eftir

Skref fyrir skref

færumst við nær

dauðanum

– en ég þræði dagana

eins og skínandi perlur

upp á óslitinn

silfurþráðinn

Á hverju kvöldi

hvísla ég glöð

út í myrkrið:

Enn hefur líf mitt

lengst um heilan dag.

Vilborg Dagbjartsdóttir (Síðdegi, 2010)

Leave a comment