Hungrað ljón sem bíður þín, eða regnbogi?

Ef við búum alltaf við óöryggi og hættur, og við förum að búast við því, þá getur verið að okkur hættir til að sjá ekki regnbogann sem bregður stundum fyrir, óvænt, fyrirvaralaust, eins og himinninn sjálfur hafi ákveðið að mála sig í öllu litrófi tilverunnar. Og það er synd. Það er ekki nóg að lesa um regnbogann, við viljum njóta hans þegar hann birtist.

Ef hellisbúinn þarf alltaf að vera viðbúinn að ljón sé að spretta fram, hungraður.. leitandi að æti, þá er það þannig að hann getur ekki notið regnbogans fyrr enn hann veit og sér að það eru ekki fleirri ljón að koma.

Getur þú staldrað betur við, notið betur, litlu stundanna sem bregða fyrir yfir daginn?

Ég bað AI að útbúa mynd fyrir mig, til að lýsa þessari sviðsmynd að vera að koma út úr helli og þurfa að velja á milli, hvort þú ætlar að leita að ljóni eða horfa á regnbogann .. veit.. verðum að verjast ljóninu, veita því alla okkar athygli og ná yfirtökunum – til að geta notið regnbogans.

Leave a comment