
Dagur 1: Gerðu 10 mínútna ,,tékka sig inn” spjall. Gera í upphafi eða í lok dags. Þú getur spurt spurninga eins og ,,jæja hvernig var þinn dagur, hlustað .. og sagt svo frá þínum degi”. Getur líka notað spurningar eins og ,,er eitthvað sem þú vilt eða þarft frá mér akkurat núna?” Taktu eftir litlum skilaboðum t.d. augnsambandi og brosi.
Dagur 2: Spyrðu stórrar spurningar. Spyrðu maka þinn eina stóra spurningu og sjáðu hvert það leiðir. Það ætti að vera opin spurning, ekki bara í boði að segja já eða nei. Það þarf ekki að vera alvarlegt eða mikilvægt, það getur verið hvað sem er. Til dæmis, “Ef þú breytir í dýr í sólarhring, hvaða dýr sem er, í 24 klukkustundir, hvað væri það?” eða “Hverjar eru fimm kvikmyndir sem þér finnst hafa breytt lífi þínu?” Reyndu að halda samtalinu gangandi.
Dagur 3: Segðu takk! Gefðu þér tíma í dag til að vera njósnari og passaðu upp á allt það jákvæða sem maki þinn gerir yfir daginn. Hvernig þeir miðla ástúð til annarra, eða gera smá hluti til að hjálpa. Þakka þeim fyrir eitthvað sem þeir eru að gera rétt, jafnvel þótt það sé lítið.
Dagur 4: Gefðu alvöru hrós. Ef þú myndir mála munnlega mynd af styrkleikum maka þíns, hvaða 3 til 5 orð myndir þú nota? Til dæmis, hlý, fyndinn, fjörugur, styðjandi, hugrakkur, viðkvæmur, skapandi, þægilegur o.s.frv. Hvenær sem þú ert saman í dag, taktu eftir því hvernig maki þinn sýnir þá eiginleika sem þú taldir upp í skrefi 1. Tjáðu það! Þetta er tækifæri til að tjá maka þínum kjarnann, nauðsynlega hluti sem þú elskar og metur við þá.
Dagur 5: Biddu um það sem þú þarft … Með því að lýsa sjálfum þér. Hugleiddu hvað þú hefur viljað frá maka þínum. Þarftu að heyra “ég elska þig” meira? Eða meiri hjálp eða hvatningu? Hver er jákvæða þörfin sem þú vilt að þeir uppfylli? Lýstu sjálfum þér. Spyrðu hvað þú þarft með því að tala um hvernig þér líður og hvað þú þarft.
Dagur 6: The Magic of Mini-Touch Búðu til eins mörg augnablik af líkamlegri tengingu og mögulegt er – og það þarf ekki að snúast um kynlíf.Smá snerting, kannski koss, klapp á bakið, faðmlag, bjóða í dans. Reynið að gefa í, í einn dag – og ræða um kvöldið áhrifin.
Dagur 7: Undirbúðu stefnumótakvöld! Bjóddu maka þínum á smá stefnumót. Það þarf ekki að vera fínn kvöldverður, hann getur gerst í bakgarðinum eða hvar sem er . Þetta snýst ekki um hvar þú ert, heldur um samtal og tíma saman.
Fengið héðan:
https://greatergood.berkeley.edu/podcasts/item/how_7_days_can_transform_your_relationship
