Leiðir til að efla von:
- Skrifaðu niður þrennt sem þú hefur til að hlakka til að gera í þessum mánuði
- Finndu eitthvað til að vera bjartsýn með (þótt séu erfiðir tímar)
- Taktu eitt skref, þótt sé lítið skref, í att að draumi mínum eða markmiði
- Byrjaðu morguninn á því sem skiptir mestu máli að gera á ,,to do” listanum þínum fyrir daginn
- Vertu raunsæislega bjartsýn 🙂 sjáðu lífið eins og það er, en settu athyglina á plússana í lífinu
- Minntu þig á, að hlutir geta breyst til hins betra
- Leitaðu að því góða í dag í fari samferðafólks
- Settu smá fútt í eitthvað sem þú ert búin að vera að forðast að þurfa að gera …
- Deildu markmiði þínu með einhverjum sem þú treystir
- Reyndu að koma þér hjá því að dæma sjálfan þig eða aðra. Findu góða leið fram á veginn
- Leitaðu uppi einhverja jákvæða frétt eða bara eitthvað skemmtilegt eða eitthvað sem gleður þig í dag!
- Þetta er kannski dagurinn þar sem þú biður um hjálp við einhverja hindrun í þínu lífi?
- Geru eitthvað smá uppörfandi í einhverjum erfiðum aðstæðum
- Þakkaðu sjálfri þér/sjálfum þér fyrir að hafa náð markmiðum þínum, gjarnan lítum við á það sem sjálfsagt má að hafa náð þeim!!!
- Settu í dagbókina þína, að gera eitthvað uppörfandi 🙂
- Taktu lítið skref sem gerir samfélagið betra
- Settu þér smá markmið fyrir komandi viku
- Taktu eftir einhverjum af þvínum styrkleikum og notaðu þá markvisst í vikunni
- Finndu gleði í að leysa eitthvað af þeim verkefnum sem eru á listanum þínum, sem þú hefur kannski ekki komið þér í
- Slepptu tökunum af væntingum í fari annarra og settu athyglina á það sem skiptir þig máli
- Deildu skemmtilegri tilvitun, mynd eða vídeó með vini eða samstarfsfélaga
- Mundu, þú hefur eitthvað val um þína eigin forgangsröðum – nýttu þér það
- Skrifaðu niður þrennt sem gekk vel í dag og af hverju
- Þú getur aldrei gert allt, enn þú getur gert smá – settu þrennt í forgang fyrir vikuna
- Sjáðu í dag annan flöt á vandamáli þínu, fáðu lánaða dómgreind, skoðaðu leiðir til að sjá hlutina með öðrum augum
- Sýndu þér sjálfsmildi, mundu – árangur tekur tíma
(action for happiness)

