- Fylgstu með hugsunum þínum og þegar neikvæðar hugsanir koma .. leyfðu þeim bara að fljóta framhjá eins og ský á himni. Þessar hugsanir þínar eru ekki varanlegar. Sjáðu líka fyrir þér heiðan himinn og settu athyglina þangað. Hugsaðu í stað ,,ég get ekki..” frekar ,,ég hef ekki fundið út úr þessu ennþá”. Þjálfaðu og agaðu hugann fyrir lausnum og möguleikum frekar en hindrunum.
- Getur þú borið kennsl á hvað lyftir þér upp og hvað veitir þér innblástur? góð orka er smitandi, veldu vel umhverfi þitt, fólk og lífsstíl 🙂 hvar er tækifæri til að taka eitt lítið skref í rétta átt?
- Taktu bara einn dag í einu. Það er nóg. Fíll er ekki borðaður í einum bita, í heilu lagi, nei bara með einum bita í einu.
- Settu þér markmið, raunhæf eitt skref í rétta átt í einu. Að leggja svo af stað – gefur von og kraft og eykur svo bjartsýni! Að klára jafnvel minnstu verkefni er gefandi og leiðir þig áfram til að takast á við stærri áskoranir :-). Munið vonaráætlunina!
- Maður verður fara út fyrir þægindarammann og reyna svolítið á sig, prófa nýja hluti, taka sjálfstæðar ákvarðanir og trúa á sjálfan sig. Þannig verður til þroski, hugurinn og hjartað stækkar. Just do it! – lífið á ekki bara að vera þægilegt.
4. Mistök eru hluti af lífinu. Ekki dæma þig! Thomas Edison á að hafa sagt ,mér hefur ekki mistekist, ég hef bara fundið 10.000 leiðir sem munu ekki virka, en ein virkaði. Mistök eru til að kenna þér eitthvað, líttu á þetta sem lærdómi, hafið er lærdómsferl. Mundu að hver mistök eru lítið skref nær árangri.
5. Ertu bugaður/-uð? Settu núna fókusinn á það sem þú hefur og því sem þú getur gert. Það er svo margt sem við höfum enga stjórn á. Eina sem þú hefur raunverulega stjórn á, er hvernig þú bregst við. Með því að taka stjórn á gjörðum þínum og hugarfari, getur þú dregið úr vanlíðan og streitu og fundið það vald sem þú þarft.
6. Getur þú verið meira í núinu? Hvað lætur þér líða vel, hvað er gaman að gera, geturðu reynt að týna tímanum við það sem þú gerir? gefðu mér afmarkaðra verkefni og settu á þig smá pressu.. ekki of létt… ekki of þungt.
6. Hvernig byrjar þú daginn? Morgnar eru kraftmiklir því þeir setja tóninn fyrir allan daginn. Byrjaðu daginn með einhverju upplyftandi. Innblásin texti, lag eða stef, anda djúpt. Brosa. Þakka. Smá jákvæðni getur haft magnandi áhrif.
7. Staldraðu við. Hefurðu einhvern tíma tekið eftir því hvernig stutt hugleiðing eftir erfiðan dag getur breytt skapi þínu? Horfa á fallegt, þakka fyrir, fylgjast með andardrættinum, faðma tré, njóta andartaksins. Staldraðu við.
8. Sjálfsumhyggja – hvíla sig, vera forvitin um eigin líðan, fá sér ís, panta tíma hjá góðum ráðgjafa, hitta vin, ætla sér ekki of mikið. Þegar þú sinnir sjálfum þér/sjálfri þér, þá ertu að velja að vera með þér, ekki á móti þér. Það getur gefið manni þann kraft sem maður þarf. Kannski þarftu bara að leggjast útaf andartak, eða vera í þögn í korter. Þegar þú dekrar við þig með ást færðu meiri orku.
9. Getur þú dregið úr notkun samfélagsmiðla? Það er voða gaman að kíkja þar inn stundum enn búið er að sýna frammá með rannsóknum að of mikil skjánotkun er í beinni fylgni við þverrandi geðheilsu. Ertu að horfa út um gluggann eða bara skjá?
9. Talaðu við ókunnuga! Bara smá bros, bjóða góðan daginn, halda hurð. Þetta er smitandi, gleður inn í daginn – gerir daginn betri – fyrir þig og aðra
10. Vertu á staðnum – þegar ert innan um fólk, hlusta, ekki grípa inní og ekki vera að bíða eftir því að komast að – hlusta … vera bara… með öðrum. Leggja símann frá þér.
11. Það má hrósa 🙂 virtu styrk annarra 🙂 lærðu af þeim, vertu fyrir innblæstri- hrós er rós!
12. Fagnaðu árangri. Fagnaðu og leyfðu öðrum að fagna með þér 🙂
13. Fullkomnunarárátta? takk að vilja passa uppá mig, takk takk, nú tek ég við. Lífið er of stutt til að ala á gremju. Stefnu bara að því að vera nægilega góð/-ur! Lífið er of stutt fyrir hvert einasta smáatriði! Segðu bara hæ og bæ við fullkomninaráráttuna … hún hjálpar ekki nema hjá heilaskurðlæknum!
14. Farðu út úr húsi! hreyfðu þig :-), gefðu þér 10 mínútur í núvitund 🙂 , farðu á safn og horfðu á fallegt, fáðu þér göngu meðfram sjó eða vatni!
15. Jákvæðnisdagbók – safna ljóðum, spakmælum og skrifaðu þrennt á dag sem gekk vel og jafnvel af hverju 🙂 eykur sjálfsþekkingu og eflir sjálfstraust 🙂
16. Haltu þakklætisdagbók! Að ala á þakklæti, rækta þakklæti, það virðist fæla frá kvíða… það virðist vera leyndarmál hvernig þakklæti virkar enn það VIRKAR!!! Viltu prófa það á eigin skinni?







