Rækta forvitni í stað dómhörku

Vertu forvitin um hvernig þér líður, vertu forvitin gagnvart eigin viðbrögðum, líðan, hugsunum. Vertu opin, vertu vinur þinn

Þú getur lært, með ásetningi, fræðslu og leiðsögn – hvernig ósjálfráða taugakerfið hefur áhrif á upplifanir þínar og viðbrögð. Þú getur sem sagt lært, hver staðan er á þínu taugakerfi og hvernig hún hefur áhrif á hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Og það sem er þó enn betra við svona vinnu, er að þekkja betri bjargráð – þér til heilla! Upplifa þá heiminn frekar sem vinveittan heldur enn sem óvin!

Ein leið í þessari vinnu er að halda dagbók 🙂 og bæði teikna og mála inní hana og bara nota hana til að tjá þig og auka þekkingu á sjálfri þér!

Leave a comment