Hvað er betra, en að eiga innri gleði, innri frið

Hvað er betra en að eiga

innri gleði, innri frið

Guð minn þá er gott að mega

ganga út í sólskinið

Pálmi Eyjólfsson var afi minn og var minn besti vinur.

Pálmi Eyj­ólfs­son, fv. sýslu­full­trúi á Hvols­velli, lést á sjúkra­húsi í Aust­ur­ríki 12. októ­ber sl., 85 ára að aldri. Pálmi var fædd­ur á Undralandi í Reykja­vík 22. júlí 1920. Hann var son­ur Eyj­ólfs Gísla­son­ar inn­heimtu­manns og Guðríðar Magnús­dótt­ur rjóma­bú­stýru. Pálmi missti ung­ur móður sína og ólst upp í Neðri Dal und­ir Eyja­fjöll­um. Hann stundaði nám við Héraðsskól­ann að Laug­ar­vatni.

Ung­ur starfaði Pálmi við stíflu­gerð við Markarfljót, sjó­mennsku o.fl. Hann flutti á Hvolsvöll árið 1941 og hann og kona hans, Mar­grét Jóna Ísleifs­dótt­ir, voru ein af frum­byggj­um Hvolsvall­ar. Pálmi var versl­un­ar­stjóri hjá Kaup­fé­lagi Hall­geirs­eyj­ar, síðar Kaup­fé­lagi Ran­gæ­inga, en lengst af full­trúi hjá sýslu­manni Ran­gæ­inga eða í 44 ár. Pálmi var virk­ur þátt­tak­andi í fé­lags­stafi í Rangárþingi. Hann var m.a. formaður sókn­ar­nefnd­ar Stór­ólfs­hvols­kirkju, formaður stjórn­ar Héraðsbóka­safns Ran­gæ­inga, formaður stjórn­ar Kaup­fé­lags Ran­gæ­inga, sat í sýslu­nefnd Ran­gæ­inga og var í stjórn Byggðasafns­ins í Skóg­um. Hann var mjög áhuga­sam­ur um fram­gang ým­issa hags­muna­mála í Rangárþingi. Pálmi var einn af stofn­end­um Rot­ary­klúbbs Ran­gæ­inga, hann var meðlim­ur klúbbs­ins til dauðadags og sæmd­ur æðstu viður­kenn­ingu Rot­arym­anna, Paul Harris-heiðurs­merk­inu. Hann var auk þess sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar Íslensku fálka­orðu. Pálmi var vel hag­mælt­ur og gaf út bók­ina Í ljósa­skipt­un­um árið 2000. Fjöldi greina og ljóða eft­ir hann hafa birst í blöðum og tíma­rit­um.

Mar­grét og Pálmi bjuggu all­an sinn bú­skap á Hvols­velli. Þau eignuðust þrjú börn, þau Guðríði, Ingi­björgu og Ísólf Gylfa.

Leave a comment