
- Baktala, gagnrýna, kenna öðrum um
- Slúðra, dreifa sögusögnum
- Samþykkja á fundum en fylgja ekki eftir
- Safna og sitja á upplýsingum
- Grafa undan öðrum
- Taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni teymis eða fyrirtækis
Hvað er helst til ráða? Ræða við viðkomandi beint, af því ef þú gerir það ekki ertu orðinn þátttakandi í að viðhalda lélegri menningu og stemmingu. Reyna að vera góð fyrirmynd og falla ekki í sama pitt. Hugsa vel um eigin heilsu og líðan, tala við yfirmann eða mannauðsstjóra og leita lausna, jafnvel hugsa þér til hreyfings því ekki viltu sóa tíma þínum og líðan.
Merki um aðstæður séu orðnar eitraðar:
- Fólk finnur fyrir kvíða eða streitu áður en það kemur í vinnu.
- Starfsmenn hætta að tjá sig eða leggja sitt af mörkum.
- Starfsánægja og samvinna versna.
- Mikil starfsmannavelta eða fjarvistir.

