Eflum seiglu, bjartsýni og von! Námskeið í haust

Eflum seiglu, bjartsýni og von!

  • 5. september – Sóltún 29. Alla föstudaga kl. 13-15 í 7 vikur, 2 markþjálfunarviðtöl – skráning hrefnagudmunds@simnet.is
  • 5. september NETIÐ – Kl. 10-12. Hefst 5 september. 2 markþjálfunarviðtöl – skráning hrefnagudmunds@simnet.is
  • 1. október – NETIÐ – Endurmenntun Háskólans á Akureyri – gegnum netið – Miðvikudagar kl. 19-21 í 7 vikur og einnig markþjálfunarviðtal. Skráning hefst um miðjan ágúst á heimasíðu Endurmenntunar Háskólans á Akureyri https://smha.is/namskeid/jakvaed-salfraedi/

Markmið:


Að þátttakendur auki eigin vellíðan og hamingju
Að þeir byggi upp seiglu og gróskuviðhorf (growth mindset)
Að þeir þekki og nýti sína persónulegu styrkleika
Að þeir þrói með sér sjálfsþekkingu og skýr mörk í samskiptum
Að þeir öðlist innsýn í hvað skiptir þá raunverulega máli í lífinu og hvernig þeir vilja blómstra

Lýsing:

Þátttakendur taka hamingjumælingu reglulega. Þau taka styrkleikamat og reyna markvisst að beita
eigin styrkleikum í daglegu lífi. Einnig er unnið með mörk, sjálfsþekkingu, von og bjartsýni.
Námskeiðið byggir á ritrýndum rannsóknum og er innblásið af vinsælasta námskeiði Yale-háskóla frá
upphafi sem heitir ,,The Science of Well Being”. Einnig hefur íslensk meistararitgerð rýnt í efnið og staðfest gildi þess.

Námskeiðið byggir á jákvæðri sálfræði og býður þér að prófa á eigin skinni það sem einkennir þá sem
mælast hamingjusamir og þrífast í lífinu. Á námskeiðinu prófa þátttakendur fjölbreytt inngrip úr jákvæðri sálfræði og skrá upplifun sína í dagbók sem fylgir námskeiðinu. Námskeiðinu fylgir tvö einkaviðtöl. Dæmi um inngrip eru:, þakklætisæfing, góðverk, seigluverkefni, gróskuviðhorf, meðvituð notkun á eigin styrkleikum.

Staðsetning:
Sóltún 26, jarðhæð (gengið beint inn norðanmegin) sjá: https://maps.app.goo.gl/WV3PwGSRhNEUtYMz8

Fyrir hverja:
Fólk sem er út í atvinnulífinu og þarf að efla kraft og dug til að viðhalda starfshæfni, sem vill byggja
sig upp og vill tileinka sér hagnýtar og uppbyggilegar leiðir til sjálfstyrkingar og bættrar líðan.

Verð 92.000 / ódýrara hjá Endurmenntun Háskólans á Akureyri – verð þar auglýst um miðjan ágúst

Námskeiðið er styrkt af flest öllum stéttarfélögum

Leave a comment