
Það er svo gott að staldra við og eiga góða stund með sjálfum sér og öðrum og láta hraðann og hávaðann ekki dynja á sér. Hér eru hugmyndir til að hlúa að sér og er úr Handbók Unnar Völu Guðbjartsdóttur sálfræðingi sem heitir Bjargráð: Líkamleg, andleg, tilfinningaleg og gegnum tengsl, slökun og að sjá framfarir.
Líkamlega:
- Hreyfðu þig, finndu einhverja hreyfingu sem þér finnst skemmtileg!
- Teygjur, helst daglega, 1-3 teygjur á morgnanna og kvöldin
- Farðu snemma að sofa og sofðu nóg
- Borðaðu hollan og næringarríkan mat, auktu við grænmeti, ávexti og prófaðu að bæta við gerjuðum mat fyrir þarmaflóruna
- Minnkaðu kaffidrykkju
- Hreinlæti – þvoðu þér um hendur, að vera hrein og snyrtileg sendir út skilaboð um að þú sért þess virði. Farðu í sturtu, gerðu hárið fínt, kannski smá farði, klæddu þig í föt sem þér finnst flott
- Klæddu þig í föt sem þú finnur að gefa þér öryggi, sem eru þægileg. Keyptu föt sem passa á þig, jafnvel þótt þig langi kannski til að léttast.
- Gefðu þér tíma til að fara í bað
- Berðu á þig bodylotion
- Hugsaðu vel um húðina þína
- Haltu heimilinu hreinu og hafðu gott skipulag. ekki af því að aðrir meiga ekki sjá drasl eða skít hjá þér heldur fyrir þig sjálfa.
- Vertu ákveðin. Lærðu hvernig þú getur látið vita af þörfum þínum og löngunum á heilbrigðan hátt.
- Fylgdu góðri kvöld og morgunrútínu.
- Ákveddu eitt kvöld í viku þar sem þú ert með skjálaust kvöld
- Gerðu lista yfir markmið og gildi
- Getur þú gert heimilið eða vinnustaðinn bjartari? Bæta lýsingu, bæta við blómum, hafa meira fallegt í kringum þig?
- Núvitund hjálpar. Vertu vakandi, taktu eftir. Staldraðu við. Dragðu djúpt inn andann. Líttu í kringum þig og athugaðu hvort þú finnir ekki eitthvað fallegt.
- Gerðu öndunaræfingar.
- Slökktu á tilkynningum í símanum þínum
- Gerðu eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir, skipuleggðu fyrirfram tíma í þín ástríðuverkefni
- Hugleiddu eða biddu bænir eða farðu með möntru
- Sintu áhugamálum. Ef þú átt ekki áhugamál, skaltu prufa þig áfram og finna þér áhugamál
- Lestu bók, sem ekki tengist vinnunni þinni
- Lærðu að spila nýtt spil
- Bættu húmor inn í líf þitt. Hittu skemmtilega vini og leyfðu þér að hlægja eins og vitleysingur. Farðu á uppistand. Horfðu á fyndin vídeó.
Tilfinningalega:
- biddu um hjálpa þegar þú þarft á því að halda
- sýndu þér mildi, skilning og hlýju, samkennd í eigin garð
- Gefðu þér tíma til að finna fyrir tilfinningum … geturðu sett nafn á tilfinninguna eða tilfinningarnar?
- Planaðu tíma fyrir þig sjálfa/-n. Setja í dagatal. Halda honum alveg heilögum. Gæti verið leikfimi. Gæti verið kyrrðaryoga. Eða búa til bókaklúbb.
- Ef þú þarft á því að halda skaltu sækja þér sálfræðimeðferð
- Margir hafa gang af því að tilheyra AA eða Al anon
- Ef dagskráin þín er þéttsetin, reyndu þá að klippa einhverjar athafnir út af planinu hjá þér
- Skrifaðu niður á kvöldin nokkra góða hluti í lífinu þínu eða nokkra góða hluti sem gerðust yfir daginn

Tengsl:
- Finndu einhver sem þig langar að þakka. Skrifaðu þeim þakkarbréf og segðu þeim hversu þakklát þú ert.
- Gerðu eitthvað kærleiksríkt
- Faðmaðu einhvern sem þér þykir vænt um, í minnst 8 sek.
- Segðu einhverum sem þú tengist hversu mikils þú metur þau
- Hringdu í einhvern sem þér þykir vænt um, bara til að segja hæ
- Endurnýjaðu kynnin við einhvern sem þú hefur misst tengsl við.
- Bakaðu köku og gefðu fjölskyldumeðlim, vini eða einhverjum sem þú veist að gæti þurft á smá peppi að halda
- Búðu til tíma fyrir date nigt með maka þínum
- Þú skalt auka tíma með öðrum augliti til auglitis. Haltu augnsambandi.
- Gefðu þér tíma fyrir samverustundir með fjölskyldu og vinum
- Biddu um faðmlag! Nudd eða hvað sem þig vantar frá maka þínum
- Það getur verið gott að leggja sig stundum, enn þó ekki meira en 30 mínútur í einu og ekki eftir kl. 14 á daginn
- Hvíldu þig um helgar. Ekki ofplana helgarnar.
- Taktu a.m.k. einn dag í viku alveg í frí. Það þýðir engin vinna, og heldur engin heimilisverk. Bara hvíla og njóta.
- Farðu út í náttúruna. Reyndu að ná smá birtu úti á hverjum degi
Slökun:
- Taktu andan rólega og djúpt
- Gerðu öndunaræfingar
- Stundaðu jóga
- Sjáðu þig fyrir þér á öruggum stað
- Gefðu þér tíma til að hvílast, endurhlaða batteríin
- Farðu í neglur, nudd, nálastungur – eitthvað sem þú nýtur þín í
- Faðmaðu sjálfa þig og gefðu sjáfri þér nudd
- Leggstu á gólfið á jogadýnu, mottu eða bara beint á gólfið. Liggðu með lokuð augun og bara anda og vera til í 5 mínútur
- Gerðu eitthvað sem þú nýtur þín að gera, íþrótt, púsl, teikna eða prjóna
- Eldaðu eitthvað gott fyrir þig og njóttu þess
- Settu á þig andlitsmaska, lakka neglur á fingrum og tám, settu maska í hárið
- Prófaðu að verja meiri tíma út í náttúrunni
- Farðu í sund og njóttu þess bara að vera í heita pottinum. Tilvalið að sitja þar og hugleiða
- Farðu í gufuna í sundlauginni
- Farðu í bað. Þú getur hlustað á hljóðbók, hugleitt, gert öndunaræfingu eða bara leyft þér að vera
Framfarir
- Skrifaðu to do lista sem snýr að því að hlúa að þér
- Sparaðu pening og leggðu smá til hliðar í hverjum mánuði sem fer í að hlúa að þér
- Í byrjun hverrar viku skaltu taka frá ,,me time” einhvern tímann í vikunni. Planaðu líka fleira sem fellur undir self-care út vikuna
- Taktu til á einum afmökruðum stað


Líka hér lestrarefni: https://hamingjuvisir.com/2025/08/29/ad-hlua-ad-ser/
