
Í 66. gr. Vinnuverndarlaga Íslands kveður á um:
Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd sem byggð er á áhættumati, sbr. 65. gr. a, þar sem meðal annars kemur fram áætlun um forvarnir, þar á meðal um aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum.
Markmið heilsuverndar er að:
a. stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum,
b. stuðla að því að vinnu sé hagað þannig að starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögun þeirra að starfsumhverfi,
c. draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsmanna á vinnustað,
d. stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna.

Í áætlun um forvarnir skal koma fram lýsing á hvernig hættum og þeirri áhættu sem þeim fylgir samkvæmt áhættumati skuli mætt, svo sem með skipulagi vinnunnar, fræðslu, þjálfun, vali á tækjum, efnum eða efnablöndum, notkun öryggis- eða hlífðarbúnaðar, innréttingum á vinnustað eða öðrum forvörnum. Skal leggja áherslu á almennar ráðstafanir áður en gerðar eru ráðstafanir til verndar einstökum starfsmönnum.

[Ráðherra] 1) setur nánari reglur, 2) að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, um heilsuvernd, þar á meðal um heilsuvernd sem tekur mið af sérstökum áhættuþáttum, forvarnir með hliðsjón af eðli starfa, stærð vinnustaða og gerð og frágang skjala sem tengjast áætlun um heilsuvernd.] 3)
1)L. 162/2010, 3. gr. 2)Rg. 931/2000 (öryggi og heilbrigði kvenna sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti), sbr. 453/2016. Rg. 349/2004 (um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum). Rg. 553/2004 (verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum), sbr. 286/2006. Rg. 384/2005 (um vinnu í kældu rými við matvælaframleiðslu). Rg. 920/2006 (skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum). Rg. 921/2006 (varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum). Rg. 922/2006 (varnir gegn álagi vegna vélræns titrings á vinnustöðum). Rg. 165/2011 (um varnir gegn álagi vegna tilbúinnar ljósgeislunar á vinnustöðum). Rg. 980/2014 (um vernd starfsmanna gegn áverkum af völdum beittra og oddhvassra áhalda við veitingu heilbrigðisþjónustu, þar á meðal á sjúkrahúsum). Rg. 151/2015 (um vélknúin leiktæki). Rg. 1009/2015 (um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum), sbr. 211/2023. Rg. 1051/2017 (um varnir gegn skaðlegum áhrifum rafsegulsviðs á vinnustöðum). 3)L. 68/2003, 24. gr.
Sjá: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1980046.html
https://www.stjornarradid.is/leit-eftir-efnisordum/?tags=Vinnum%c3%a1l

